Dýrasti markvörður heims á útleið | Hver tekur stöðu hans? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. ágúst 2020 14:25 Kepa á bekknum gegn Wolves í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á dögunum. Craig Mercer/Getty Images Talið er að Frank Lampard ætli sér að stokka upp í leikmannahópi sínum fyrir næstu leiktíð. Fyrsti maðurinn sem virðist vera á förum frá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea er spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga en hann er dýrasti markvörður í heimi. Spánverjinn hefur hins vegar lítið heillað þau tvö ár sem hann hefur spilað í Englandi. Kepa var hvorki í marki Chelsea í undanúrslitum FA-bikarsins né í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Ef Willy Caballero stendur milli stanganna er Chelsea mætir Arsenal í úrslitum FA-bikarsins klukkan 16:30 í dag – í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport – er ljóst að Spánverjinn á enga framtíð fyrir sér á Brúnni. Caballero verður samningslaus nú þegar leiktíðinni lýkur og Lampard því að senda skýr skilaboð ef Kepa hefur leik á varamannabekknum. Talið er að Lampard hafi augastað á landa sínum Dean Henderson hjá Manchester United, sem hefur þó verið á láni hjá Sheffield United undanfarin tvö ár. David Preece – fyrrum markvörður Keflavíkur og núverandi markmannsþjálfari Östersund – telur að aðrir ódýrari kostir séu einnig í stöðunni. Hann nefnir þar André Onana, markvörð Ajax í Hollandi. Honum líður vel með boltann við fætur sér og tekur mikinn þátt í uppspili. Einnig er hann góður að hreinsa upp fyrir aftan vörnina sem er eitthvað sem Lampard gæti viljað. Talið er að Onana gæti kostað 30 milljónir punda en Chelsea pungaði út 72 milljónum punda í Kepa fyrir aðeins tveimur árum síðan. Svo ef Kepa byrjar gegn Arsenal og á stórleik þá eru mögulega allar þessar vangaveltur óþarfi. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Fleiri fréttir Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Sjá meira
Talið er að Frank Lampard ætli sér að stokka upp í leikmannahópi sínum fyrir næstu leiktíð. Fyrsti maðurinn sem virðist vera á förum frá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea er spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga en hann er dýrasti markvörður í heimi. Spánverjinn hefur hins vegar lítið heillað þau tvö ár sem hann hefur spilað í Englandi. Kepa var hvorki í marki Chelsea í undanúrslitum FA-bikarsins né í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Ef Willy Caballero stendur milli stanganna er Chelsea mætir Arsenal í úrslitum FA-bikarsins klukkan 16:30 í dag – í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport – er ljóst að Spánverjinn á enga framtíð fyrir sér á Brúnni. Caballero verður samningslaus nú þegar leiktíðinni lýkur og Lampard því að senda skýr skilaboð ef Kepa hefur leik á varamannabekknum. Talið er að Lampard hafi augastað á landa sínum Dean Henderson hjá Manchester United, sem hefur þó verið á láni hjá Sheffield United undanfarin tvö ár. David Preece – fyrrum markvörður Keflavíkur og núverandi markmannsþjálfari Östersund – telur að aðrir ódýrari kostir séu einnig í stöðunni. Hann nefnir þar André Onana, markvörð Ajax í Hollandi. Honum líður vel með boltann við fætur sér og tekur mikinn þátt í uppspili. Einnig er hann góður að hreinsa upp fyrir aftan vörnina sem er eitthvað sem Lampard gæti viljað. Talið er að Onana gæti kostað 30 milljónir punda en Chelsea pungaði út 72 milljónum punda í Kepa fyrir aðeins tveimur árum síðan. Svo ef Kepa byrjar gegn Arsenal og á stórleik þá eru mögulega allar þessar vangaveltur óþarfi.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Fleiri fréttir Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Sjá meira