Fótbolti

Forseti Barcelona þakkar UEFA fyrir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Josep Maria Bartomeu er ánægður með dóm UEFA yfir Manchester City.
Josep Maria Bartomeu er ánægður með dóm UEFA yfir Manchester City. Getty/Etsuo Hara

Allir tengdir Manchester City hafa fordæmt harðan dóm UEFA yfir félaginu og lofað því að sannleikurinn eigi eftir að komi í ljós. Sumir hafa aftur á móti fagnað þessum dómi sem mikilvægt skref í ósanngjarnri baráttu minni fótboltafélaga við ofurríku fótboltafélög heims.

Manchester City var eins og flestir vita dæmt í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni fyrir brot á reglum UEFA um rekstur fótboltafélaga. Forráðamenn Manchester City áttu meðal annars að hafa „falið“ kostnað fyrir UEFA í bókhaldinu.

Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, er enn af þeim sem hefur fagnað þessum dómi yfir Englandsmeisturunum. Hann fór þó enn lengra en að lýsa yfir ánægju sinni.

„Við þökkum UEFA fyrir en sambandið hefur gert sitt til að fylgja eftir reglum um rekstur fótboltafélaga,“ sagði Josep Maria Bartomeu.



Þessi orð forsetans fóru ekki alltof vel í Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, þegar þau voru borin undir hann.

„Ef þeir eru ánægðir með að við höfum verið dæmdir í bann þá segi ég við forseta Barcelona. Leyfið okkur að fá þessar tvær áfrýjanir,“ sagði Pep Guardiola og hélt áfram:

„Ekki tala svona hátt Barcelona, ekki tala svona hátt. Það er mitt ráð til þeirra af því þetta mál tengist öllum. Við ætlum að áfrýja og vonandi fáum við tækifæri til að mæta Barcelona í Meistaradeildinni í framtíðinni,“ sagði Guardiola.


Tengdar fréttir

Leikmenn Man. City kallaðir á krísufund

Forráðamenn Manchester City kölluðu leikmenn liðsins á sérstakan fund í gær í kjölfar þeirrar niðurstöðu að félagið hafði verið bannað frá Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×