Enski boltinn

Guar­diola ekki á förum og segir að sann­leikurinn muni koma í ljós

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guardiola á hliðarlínunni í gær.
Guardiola á hliðarlínunni í gær. vísir/getty

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segist ekki vera fara fet frá City þrátt fyrir að félagið sé á leið í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu.

Félagið hlaut bannið vegna brot á fjárhagsreglum innan UEFA og mun ekki leika í Meistaradeildinni næstu tvær leiktíðir.

Liðið vann 2-0 sigur á West Ham í frestuðum leik í ensku úrvalsdeildinni í gær og eftir leikinn ræddi Guardiola við blaðamenn.

„Við munum áfrýja. Þegar einhver heldur að hann hafi rétt fyrir sér þá verður hann að berjast,“ sagði Guardiola við Match of the Day eftir leikinn í gær áður en hann hélt áfram:

„Við erum atvinnumenn á vellinum og það sem gerist fyrir utan hann getum við ekki gert svo mikið við. Ég mun vera hér áfram ef þeir reka mig ekki. Ég elska þetta félag og líkar vel við að vera hérna. Þetta er félagið mitt og ég verð hér áfram sama hvað.“
„Félagið verður að berjast og ég treysti félaginu 100%, það sem þeir hafa gert fyrir mig og útskýrt fyrir mér. Þessari stöðu er ekki lokið og við munum bíða en þangað til verðum við bara spila og sjá hvað gerist.“

Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, fagnaði banninu en Guardiola skaut aðeins á hann til baka:

„Ef þeir eru ánægðir með að við séum settir í bann þá segi ég við forseta Barcelona að gefa okkur tvær áfrýjanir. Ekki tala of hátt Barcelona. Það er mitt ráð því allir eru viðloðnir þessa stöðu.“

„Við munum áfrýja og vonandi spilum við gegn Barcelona í Meistaradeildinni í framtíðinni,“ sagði Guardiola.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.