Enski boltinn

„Manchester City vinnur vonlaust UEFA“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gary Neville fagnar 45 ára afmæli sínu í dag.
Gary Neville fagnar 45 ára afmæli sínu í dag. vísir/getty

Afmælisbarn dagsins, Gary Neville, hefur enga trú á því að Manchester City fari í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu.Neville hefur ekki mikið álit á FFP reglunum (Financial Fair Play) og segir að UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, séu „vonlaus samtök.“„Ég er ekki sammála hugmyndinni um að Manchester City megi ekki eyða fjármunum eigendanna og mér hefur alltaf fundist FFP vera röng leið til að fara í þessum efnum,“ sagði Neville í Monday Night Football á Sky Sports í gær.Neville telur að City muni sigra UEFA þegar málið fer fyrir dómstóla.„Ég held að City muni vinna UEFA. Ég hef enga trú á UEFA. Það eru vonlaus samtök. Málið verður fast í kerfinu í einhvern tíma en City vinnur á endanum,“ sagði Neville.


Tengdar fréttir

Leikmenn Man. City kallaðir á krísufund

Forráðamenn Manchester City kölluðu leikmenn liðsins á sérstakan fund í gær í kjölfar þeirrar niðurstöðu að félagið hafði verið bannað frá Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðir.

Pep segist vera áfram þó bannið standi

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur sagt vinum sínum að hann verði áfram við stjórnvölin hjá enska félaginu þó svo að bann þeirra frá Evrópukeppnum standi. Þetta kom fram á vef BBC fyrr í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.