Enski boltinn

Leikmenn Man. City kallaðir á krísufund

Sindri Sverrisson skrifar
Leikmenn Manchester City eru komnir í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en fá ekki að spila í keppninni á næstu leiktíð eins og sakir standa.
Leikmenn Manchester City eru komnir í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en fá ekki að spila í keppninni á næstu leiktíð eins og sakir standa. vísir/epa

Forráðamenn Manchester City kölluðu leikmenn liðsins á sérstakan fund í gær í kjölfar þeirrar niðurstöðu að félagið hafði verið bannað frá Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðir.Fréttir af banninu komu fram á föstudaginn og samkvæmt The Telegraph fóru leikmenn City að fá skilaboð í símana sína aðeins hálftíma síðar þar sem farið var fram á að þeir myndu mæta á fund í hádeginu daginn eftir. Leikmennirnir hafa verið í vetrarfríi en áttu að mæta aftur til æfinga núna um helgina og undirbúa sig fyrir næsta leik sem er gegn West Ham á miðvikudag.Á fundinum ræddi Ferran Soriano, framkvæmdastjóri City, við leikmennina en ekki er ljóst hvað nákvæmlega fór fram. Telegraph segir að líklega hafi félagið viljað að leikmenn vissu hverjar áætlanir þess væru til að bregðast við banninu. City ætlar að áfrýja banninu til alþjóða íþróttadómstólsins, CAS, sem væntanlega tekur málið fyrir í sumar.Ljóst er að ef að bannið stendur gætu margar af helstu stjörnum City viljað hugsa sér til hreyfings og fylgja í fótspor David Silva sem að síðasta sumar gaf það út að hann myndi yfirgefa City á þessu ári.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.