Enski boltinn

City sver af sér allar sakir og segir bannið snúist meira um pólitík en réttlæti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ferran Soriano ásamt Khaldoon Al Mubarak, stjórnarformanni Manchester City.
Ferran Soriano ásamt Khaldoon Al Mubarak, stjórnarformanni Manchester City. vísir/getty

Ferran Soriano, framkvæmdastjóri Manchester City, segir að ákvörðun UEFA að dæma félagið í tveggja ára bann snúist meira um pólitík en réttlæti.

„Stuðningsmennirnir geta verið vissir um tvennt. Í fyrsta lagi að ásakanirnar eru ósannar. Og í öðru lagi að við ætlum að gera allt sem okkar valdi stendur til sanna að svo sé,“ sagði Soriano í viðtali á vefsíðu City. „Það mikilvægasta sem ég get sagt er að ásakanirnar eru rangar. Þær eru ekki sannar.“

Soriano staðfesti að City ætli að áfrýja úrskurði UEFA til Alþjóða íþróttadómstólsins (CAS).

Hann er ekki hrifinn af vinnubrögðum UEFA í þessu máli og segir að City hafi ekki brotið reglur um fjárhagslega háttvísi (FFP).

„Við létum rannsóknarnefndinni gögn í té en hún byggði meira á stolnum tölvupóstum sem voru teknir úr samhengi. Okkur finnst að þetta snúist minna en réttlæti og meira um pólitík,“ sagði Soriano.

City tekur nú á móti West Ham United í ensku úrvalsdeildinni.


Tengdar fréttir

Pep segist vera áfram þó bannið standi

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur sagt vinum sínum að hann verði áfram við stjórnvölin hjá enska félaginu þó svo að bann þeirra frá Evrópukeppnum standi. Þetta kom fram á vef BBC fyrr í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.