Enski boltinn

Wen­ger um bann City: „Verður að refsa fólki sem fer ekki eftir reglum“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arsene Wenger tekur til máls í dag.
Arsene Wenger tekur til máls í dag. vísir/getty

Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal og nú starfsmaður FIFA, segir að fólk sem fari ekki eftir reglum ætti að vera refsað. Þessu svaraði hann er hann var spurður út í bann Manchester City.City var á dögunum bannað frá Meistaradeild Evrópu næstu tvö tímabil fyrir brot á fjárhagsreglum og hefur þetta vakið mikið umtal.„Ég var alltaf hliðhollur fjármálareglunum og að félögin myndi vinna úr því sem kæmi inn í félagið og þau höfðu til ráðstafanna,“ sagði Frakkinn fyrir Laureus World Sports verðlaunin.

„Reglurnar hafa verið búnar til. Ég er viss um að á þessu augnabliki eru efasemdir um hvernig þær eiga að vera en þær eru þarna og þú verður að virða þær.“„Ef þú virðir þær ekki og ert gripinn að vera fara í kringum þær, verður þér að vera refsað. Ef það er sannað að þetta hafi verið gert með ákveðnum tilgangi er ekki hægt að láta það ótalið.“Aðspurður um sína skoðun á lengd bannsins sagði Frakkinn:„Ég veit ekki hvernig reglurnar eru nákvæmlega til þess að vita hvaða viðurlög bíða ef ekki er farið eftir heim. Þeir hafa ekki búið það til og það ætti að vera í reglubókinni.“


Tengdar fréttir

Pep segist vera áfram þó bannið standi

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur sagt vinum sínum að hann verði áfram við stjórnvölin hjá enska félaginu þó svo að bann þeirra frá Evrópukeppnum standi. Þetta kom fram á vef BBC fyrr í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.