Enski boltinn

Schmeichel sló pabba sínum við

Sindri Sverrisson skrifar
Kasper Schmeichel ver vítaspyrnu Sergio Agüero.
Kasper Schmeichel ver vítaspyrnu Sergio Agüero. vísir/getty

Kasper Schmeichel þarf að verða Englandsmeistari fjórum sinnum í viðbót til að jafna við Peter Schmeichel, föður sinn, en í gær tók hann fram úr þeim gamla að einu leyti.

Kasper, sem varð Englandsmeistari með Leicester árið 2016, varði í gær vítaspyrnu frá Sergio Agüero í 1-0 tapinu gegn Manchester City. Þar með hefur hann varið fjögur víti á ferlinum í ensku úrvalsdeildinni, einu fleiri en Peter gerði á sínum níu leiktíðum í deildinni.

Peter getur eftir sem áður bent á öll verðlaunin sem hann vann með Manchester United á tíunda áratug síðustu aldar, og reyndar kannski þá staðreynd að ef til vill er ekki eins merkilegt að verja víti gegn Manchester City og áður. City-menn hafa nefnilega klúðrað fjórum síðustu vítaspyrnum sínum í röð.

Tölfræðiveitan Squawka bendir á að liðin tvö í Manchesterborg hafi raunar klúðrað fleiri vítaspyrnum samanlagt í vetur en öll hin 18 liðin í deildinni til samans. Manchester United hefur klúðrað 4 af 9 spyrnum sínum en City 4 af 7 spyrnum. Hin liðin hafa samtals klúðrað 7 spyrnum.

„Við höfum ekki nýtt síðustu fjögur víti í röð en kannski skorum við úr víti þegar við þurfum á því að halda. Markmennirnir eru líka góðir en næst munum við skora,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, við BBC í gærkvöld.


Tengdar fréttir

Jesus skaut Man. City enn nær silfrinu

Gabriel Jesus skoraði sigurmarkið þegar Manchester City vann Leicester 1-0 í slag liðanna í 2. og 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.