Jesus skaut Man. City enn nær silfrinu

Gabriel Jesus og Riyad Mahrez fagna markinu sem tryggði Man. City sigurinn gegn Leicester í dag.
Gabriel Jesus og Riyad Mahrez fagna markinu sem tryggði Man. City sigurinn gegn Leicester í dag. vísir/getty

Gabriel Jesus skoraði sigurmarkið þegar Manchester City vann Leicester 1-0 í slag liðanna í 2. og 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.Jesus skoraði markið á 80. mínútu en það gerði hann eftir frábæran undirbúning Riyad Mahrez. Áður hafði Kasper Schmeichel varið vítaspyrnu frá Sergio Agüero eftir um klukkutíma leik.Manchester City er nú með 57 stig í 2. sæti, sjö stigum á undan Leicester en enn langt á eftir Liverpool eða 19 stigum, auk þess sem Liverpool á leik til góða við West Ham á mánudagskvöld.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.