Enski boltinn

„Rasisminn hefur unnið“

Sindri Sverrisson skrifar
Antonio Rüdiger í leiknum við Tottenham í gær.
Antonio Rüdiger í leiknum við Tottenham í gær. vísir/getty

„Þetta er skelfilegt. Ég varð pabbi síðasta fimmtudag og maður hugsar með sér að samfélagið sé ekki komið nógu langt í baráttunni gegn kynþáttaníði og að það muni bitna á börnunum mínum líka,“ segir Antonio Rüdiger, leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Rüdiger varð fyrir barðinu á kynþáttaníði frá áhorfendum í leik með Chelsea á Tottenham-leikvanginum í desember síðastliðnum. Tottenham og lögreglan hófu hvort um sig rannsókn á málinu en engar sannanir fundust fyrir fullyrðingum Rüdigers og því var ekki fleira aðhafst. Rüdiger, sem mátti þola baul frá hluta stuðningsmanna Tottenham í 2-1 sigri Chelsea í gær, var ómyrkur í máli þegar hann ræddi við Sky í Þýskalandi:

„Rasisminn hefur unnið. Hinir brotlegu munu geta mætt aftur á leikvanginn sem sýnir að þetta fólk hefur unnið,“ sagði Rüdiger, greinilega vonsvikinn yfir ráðaleysi yfirvalda.

„Þetta snýst ekki bara um mig heldur getur þetta komið fyrir hvern sem er. Þeim er aldrei refsað og á endanum er ég gerður að blóraböggli. Ég mun ekki gefast upp og ég hætti aldrei að láta rödd mína heyrast. Ég mun alltaf vera tilbúinn að láta í mér heyra en hvað þetta mál varðar þá stend ég einn,“ sagði Rüdiger, og bætti við:

„Ef að ekkert breytist, ef að ungir krakkar fá ekki góða menntun og uppeldi, þá töpum við. Við verðum að tala um hlutina af hreinskilni.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.