Enski boltinn

Hefði átt að stöðva Tottenham-Chelsea vegna kynþáttaníðs

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Rudiger varð fyrir kynþáttafordómum frá stuðningsmönnum Tottenham í dag.
Rudiger varð fyrir kynþáttafordómum frá stuðningsmönnum Tottenham í dag. vísir/getty

Óhætt er að segja að áhorfendur á leik Tottenham og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag hafi orðið sér til háborinnar skammar og nokkuð ljóst að ensk knattspyrna á langt í land í baráttunni við kynþáttafordóma.

Í þrígang bað vallarþulur á Tottenham leikvangnum áhorfendur um að kynþáttafordómum úr stúkunni myndi linna en án árangurs. Samkvæmt knattspyrnureglum hefði átt að stöðva leikinn í kjölfarið en það var þó ekki gert.

Þýski varnarmaðurinn Antonio Rudiger var helsta fórnarlamb kynþáttaníðsins og lét dómara leiksins vita af því.

Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem augljósir kynþáttafordómar líta dagsins ljós í ensku úrvalsdeildinni en brasilíski miðjumaðurinn Fred fékk að finna fyrir því í Manchester slag City og United á Etihad leikvangnum á dögunum.

Fjölmörg álíka atvik hafa komið upp á knattspyrnuleikvöngum Englands á undanförnu ári.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×