Íslenski boltinn

Guðrún Karítas til Fylkis

Sindri Sverrisson skrifar
Guðrún Karítas Sigurðardóttir er orðin leikmaður Fylkis.
Guðrún Karítas Sigurðardóttir er orðin leikmaður Fylkis. mynd/fylkir

Knattspyrnukonan Guðrún Karítas Sigurðardóttir er gengin í raðir Fylkis frá Íslandsmeisturum Vals. Hún skrifaði undir samning sem gildir út leiktíðina 2022.

Guðrún Karítas er Skagakona en hún fór til Vals fyrir tímabilið 2018 eftir að hafa einnig leikið með KR og Stjörnunni. Hún skoraði fjögur mörk í tíu deildar- og bikarleikjum fyrir Val í fyrra þegar liðið varð Íslandsmeistari.

Guðrún var að láni hjá ÍA fyrri hluta þessarar leiktíðar. Hún er 24 ára gömul og hefur alls skorað 15 mörk í 79 leikjum í efstu deild. Hún gæti spilað með Fylki gegn ÍBV annað kvöld þegar liðin mætast í Árbænum kl. 18, í beinni útsendingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×