Stækkun Heathrow talin ólögleg í ljósi loftslagsmarkmiða Kjartan Kjartansson skrifar 27. febrúar 2020 16:00 Umhverfissinnar voru sigurreifir fyrir utan dómshúsið í London í dag. Vísir/EPA Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu í dag að leyfi sem bresk yfirvöld veittu fyrir stækkun Heathrow-flugvallar hafi verið ólögleg þar sem ekki var tekið tillit til loftslagsskuldbindinga ríkisstjórnarinnar gagnvart Parísarsamkomulaginu. Stjórnendur flugvallararins hyggjast áfrýja en ríkisstjórnin ekki. Lengi hefur verið deilt um lagningu þriðju flugbrautarinnar á Heathrow-flugvelli. Umhverfisverndarsinnar hafa lagst gegn henni bæði vegna loftslagssjónarmiða og staðbundinna umhverfisáhrifa. Afgerandi meirihluti breskra þingmanna greiddi atkvæði með stækkuninni árið 2018 en Boris Johnson, núverandi forsætisráðherra, var fjarverandi við atkvæðagreiðsluna. Árið 2015 sagðist hann sjálfur ætla að leggja fyrir framan jarðýtur til að stöðva framkvæmdirnar. Hópur umhverfisverndarsinna, sveitarstjórna og borgarstjórinn í London höfðuðu því mál til að hnekkja leyfi sem stjórnvöld veittu fyrir framkvæmdum við flugbrautina. Dómstóllinn úrskurðaði í dag að ríkisstjórnin hefði ekki fylgt opinberri stefnu þegar hún veitti leyfið. Ríkisstjórninni væri skylt að taka tillit til Parísarsamkomulagsins sem á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og takmarka hnattræna hlýnun af völdum manna, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Grant Shapps, samgönguráðherra, tilkynnti á Twitter að ríkisstjórnin ætlaði sér ekki að áfrýja. Verði flugvöllurinn stækkaður verði það alfarið á vegum fluggeirans. Hann sagði það stjórnenda Heathrow og dómstóla að ákveða hvort ráðist verði í lagningu þriðju flugbrautarinnar. John Holland-Kaye, forstjóri Heathrow-flugvallar, sagði hins vegar að málinu yrði vísað til hæstaréttar og að hann telji flugvallaryfirvöld hafa sterk lögfræðileg rök fyrir málstað sínum. Umhverfissinnar fögnuðu niðurstöðunni og sögðu hana tímamótasigur fyrir „loftslagsréttlæti“. Will Rundle, yfirlögfræðingur samtakanna Jarðarvina, telur úrskurðinn geta haft fordæmisgildi um að hafa verði loftslagsbreytingar í huga við allar skipulagsákvarðanir. Bretland England Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu í dag að leyfi sem bresk yfirvöld veittu fyrir stækkun Heathrow-flugvallar hafi verið ólögleg þar sem ekki var tekið tillit til loftslagsskuldbindinga ríkisstjórnarinnar gagnvart Parísarsamkomulaginu. Stjórnendur flugvallararins hyggjast áfrýja en ríkisstjórnin ekki. Lengi hefur verið deilt um lagningu þriðju flugbrautarinnar á Heathrow-flugvelli. Umhverfisverndarsinnar hafa lagst gegn henni bæði vegna loftslagssjónarmiða og staðbundinna umhverfisáhrifa. Afgerandi meirihluti breskra þingmanna greiddi atkvæði með stækkuninni árið 2018 en Boris Johnson, núverandi forsætisráðherra, var fjarverandi við atkvæðagreiðsluna. Árið 2015 sagðist hann sjálfur ætla að leggja fyrir framan jarðýtur til að stöðva framkvæmdirnar. Hópur umhverfisverndarsinna, sveitarstjórna og borgarstjórinn í London höfðuðu því mál til að hnekkja leyfi sem stjórnvöld veittu fyrir framkvæmdum við flugbrautina. Dómstóllinn úrskurðaði í dag að ríkisstjórnin hefði ekki fylgt opinberri stefnu þegar hún veitti leyfið. Ríkisstjórninni væri skylt að taka tillit til Parísarsamkomulagsins sem á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og takmarka hnattræna hlýnun af völdum manna, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Grant Shapps, samgönguráðherra, tilkynnti á Twitter að ríkisstjórnin ætlaði sér ekki að áfrýja. Verði flugvöllurinn stækkaður verði það alfarið á vegum fluggeirans. Hann sagði það stjórnenda Heathrow og dómstóla að ákveða hvort ráðist verði í lagningu þriðju flugbrautarinnar. John Holland-Kaye, forstjóri Heathrow-flugvallar, sagði hins vegar að málinu yrði vísað til hæstaréttar og að hann telji flugvallaryfirvöld hafa sterk lögfræðileg rök fyrir málstað sínum. Umhverfissinnar fögnuðu niðurstöðunni og sögðu hana tímamótasigur fyrir „loftslagsréttlæti“. Will Rundle, yfirlögfræðingur samtakanna Jarðarvina, telur úrskurðinn geta haft fordæmisgildi um að hafa verði loftslagsbreytingar í huga við allar skipulagsákvarðanir.
Bretland England Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira