130 mega yfirgefa hótelið á Tenerife Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. febrúar 2020 16:45 Hótelinu Costa Adeje Palace var breytt í sóttkví á þriðjudag eftir að þar kom upp kórónuveirusmit. getty/picture alliance Á annað hundrað gestum hótelsins Costa Adeje Palace á Tenerife hefur verið leyft að yfirgefa hótelið. Þar hafa þeir verið í sóttkví undanfarna daga ásamt tíu Íslendingum og um 900 öðrum gestum en fjögur kórónaveirutilfelli höfðu greinst á hótelinu.Á blaðamannafundi nú síðdegis sögðu fulltrúar stjórnvalda á Kanaríeyjum að ekki hefðu fundist fleiri smittilfelli á hótelinu. Því sé óhætt að hefja brottflutning hótelgesta, í fyrsta holli verði 130 manns af 11 þjóðernum. Á blaðamannafundinum kom hins vegar ekki fram um hvað þjóðerni ræðir eða hver framtíð hinna í sóttkvínni verður. Gestirnir 130 eigi það hins vegar sameiginlegt að hafa innritað sig á hótelið á mánudag í þessari viku og eru ekki taldir hafa átt í neinum samskiptum við upphaflega smitberann, ítalskan lækni sem var gestur hótelsins. Hann, auk hinna þriggja sem greindust með veiruna á Costa Adeje Palace, höfðu öll yfirgefið hótelið áður en þessir gestir stigu fyrst þangað fæti. Utanríkisráðuneytið hefur ekki fengið upplýsingar þess efnis að Íslendingar séu á meðal þeirra 130 sem mega fara núna. Íslendingarnir sjö sem eru á Costa Adeje Palace á vegum ferðaskrifstofunnar Vita hafa sama skapi verið þar lengur en frá því á mánudag. Kanarísk stjórnvöld segjast þegar hafa haft samband við hótelstjórnina og tjáð henni að fólkinu sé óhætt að yfirgefa sóttkvínna. Nú þegar sé búið að hafa samband við sendiráð þessara 11 ríkja til að auðvelda flutning fólks til heimalanda sinna. Þar að auki hefur starfsfólki hótelsins verið heimilað að valsa um svæðið að vild, svo lengi sem það gætir að hreinlæti sínu og öryggi. Alls hafa fimm kórónuveirutilfelli komið upp á Kanaríeyjum, fjögur á Tenerife og eitt á La Gomera. Á fundinum í dag kom fram að hin smituðu séu öll við góða heilsu og að tvö þeirra hafi ekki sýnt nein einkenni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45 Tíu Íslendingar á hótelinu á Tenerife Alls eru tíu Íslendingar í sóttkví á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife en ekki sjö eins og áður var talið. 26. febrúar 2020 16:57 Mikil óvissa meðal Íslendinga á smithótelinu á Tenerife Afar talmörkuð upplýsingagjöf. Samsetning Íslendingahópsins eru þrenn hjón og eitt barn. 26. febrúar 2020 13:16 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Sjá meira
Á annað hundrað gestum hótelsins Costa Adeje Palace á Tenerife hefur verið leyft að yfirgefa hótelið. Þar hafa þeir verið í sóttkví undanfarna daga ásamt tíu Íslendingum og um 900 öðrum gestum en fjögur kórónaveirutilfelli höfðu greinst á hótelinu.Á blaðamannafundi nú síðdegis sögðu fulltrúar stjórnvalda á Kanaríeyjum að ekki hefðu fundist fleiri smittilfelli á hótelinu. Því sé óhætt að hefja brottflutning hótelgesta, í fyrsta holli verði 130 manns af 11 þjóðernum. Á blaðamannafundinum kom hins vegar ekki fram um hvað þjóðerni ræðir eða hver framtíð hinna í sóttkvínni verður. Gestirnir 130 eigi það hins vegar sameiginlegt að hafa innritað sig á hótelið á mánudag í þessari viku og eru ekki taldir hafa átt í neinum samskiptum við upphaflega smitberann, ítalskan lækni sem var gestur hótelsins. Hann, auk hinna þriggja sem greindust með veiruna á Costa Adeje Palace, höfðu öll yfirgefið hótelið áður en þessir gestir stigu fyrst þangað fæti. Utanríkisráðuneytið hefur ekki fengið upplýsingar þess efnis að Íslendingar séu á meðal þeirra 130 sem mega fara núna. Íslendingarnir sjö sem eru á Costa Adeje Palace á vegum ferðaskrifstofunnar Vita hafa sama skapi verið þar lengur en frá því á mánudag. Kanarísk stjórnvöld segjast þegar hafa haft samband við hótelstjórnina og tjáð henni að fólkinu sé óhætt að yfirgefa sóttkvínna. Nú þegar sé búið að hafa samband við sendiráð þessara 11 ríkja til að auðvelda flutning fólks til heimalanda sinna. Þar að auki hefur starfsfólki hótelsins verið heimilað að valsa um svæðið að vild, svo lengi sem það gætir að hreinlæti sínu og öryggi. Alls hafa fimm kórónuveirutilfelli komið upp á Kanaríeyjum, fjögur á Tenerife og eitt á La Gomera. Á fundinum í dag kom fram að hin smituðu séu öll við góða heilsu og að tvö þeirra hafi ekki sýnt nein einkenni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45 Tíu Íslendingar á hótelinu á Tenerife Alls eru tíu Íslendingar í sóttkví á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife en ekki sjö eins og áður var talið. 26. febrúar 2020 16:57 Mikil óvissa meðal Íslendinga á smithótelinu á Tenerife Afar talmörkuð upplýsingagjöf. Samsetning Íslendingahópsins eru þrenn hjón og eitt barn. 26. febrúar 2020 13:16 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Sjá meira
Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45
Tíu Íslendingar á hótelinu á Tenerife Alls eru tíu Íslendingar í sóttkví á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife en ekki sjö eins og áður var talið. 26. febrúar 2020 16:57
Mikil óvissa meðal Íslendinga á smithótelinu á Tenerife Afar talmörkuð upplýsingagjöf. Samsetning Íslendingahópsins eru þrenn hjón og eitt barn. 26. febrúar 2020 13:16
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent