Erlent

Tóku höndum saman gegn Trump á þingi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Repúblikaninn Susan Collins útskýrir atkvæði sitt fyrir fréttamönnum. Á hana horfa frá vinstri Repúblikaninn Mike Lee og Demókratinn Tim Kaine.
Repúblikaninn Susan Collins útskýrir atkvæði sitt fyrir fréttamönnum. Á hana horfa frá vinstri Repúblikaninn Mike Lee og Demókratinn Tim Kaine. Vísir/AP

Bandaríska öldungardeildin hefur samþykkt ályktun þess efnis að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, verði að sækja heimild til þingsins áður en farið er í hernaðaraðgerðir gegn Íran. Átta þingmenn Repúblikana tóku höndum saman með Demókrötum í Öldungadeildinni í atkvæðagreiðslunni.

Ályktunin var samþykkt með 55 atkvæðum gegn 45 en atkvæði þingmannanna átta með ályktuninni gerði það að verkum að hún var samþykkt. Búist er við að fulltrúadeildin muni einnig samþykkja samhljóða ályktun, hún hafði áður samþykkt svipaða ályktun.

Samkvæmt ályktuninni þarf Trump að sækja heimild til þingsins vilji hann ráðast í frekari hernaðargerðir gegn Írönum. Bandaríkjamenn réðu einn valdamesta mann íranska byltingarvarðarins af dögum íBagdad í Írak í byrjun janúar.

Í frétt New York Times umsamþykkt ályktunarinnar segir þó að atkvæðagreiðsla öldungadeildarinnar hafi að mestu verið táknræn þar sem hún hafi ekki verið samþykkt með tveimur þriðju hluta atkvæða. Hefði það gerst hefði Trump ekki getað beitt neitunarvaldi sínu, sem hann hefur heitið að nota gegn ályktuninni.


Tengdar fréttir

Tveimur eldflaugum var skotið að flugvélinni

Hermenn í Íran skutu tveimur eldflaugum að úkraínskri farþegaþotu sem verið var að fljúga frá Teheran í síðustu viku. Eldflaugunum var skotið með tuttugu og þriggja sekúndna millibili og frá herstöð skammt frá flugvellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×