Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 3. janúar 2020 06:42 Qasem Soleimani fór fyrir Quds-sérsveitum byltingarvarðarins sem standa fyrir öllum hernaðaraðgerðum Írana utan heimalandsins. vísir/epa Bandaríkjamenn réðu einn valdamesta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. Hershöfðinginn Qasem Soleimani fór fyrir Quds-sérsveitum byltingarvarðarins sem standa fyrir öllum hernaðaraðgerðum Írana utan heimalandsins. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur staðfest að Soleimani hafi verið drepinn að skipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta, en forsetinn birti mynd af bandarískum fána á Twitter-síðu sinni skömmu eftir að tilkynnt var um árásina. Hershöfðinginn Soleimani var á leið frá flugvellinum í íröksku höfuðborginni Bagdad þegar dróni Bandaríkjahers skaut á bílalest hans og er hann talinn hafa látist samstundis. pic.twitter.com/VXeKiVzpTf — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 3, 2020 Æðsti leiðtogi Írans, Ayatollah Ali Khamenei, segir að morðinu verði hefnt á grimmilegan hátt. Þá lýsti hann einnig yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu, en hinn 62 ára Soleimani var af mörgum talinn annar valdamesti maður landsins á eftir Khamenei sjálfum. Heyrði Soleimani beint undir Khamenei. Olíuverð á heimsvísu hækkaði um fjögur prósent eftir að fregnirnar bárust og sömuleiðis bárust fréttir af miklum lækkunum í kauphöllum í Asíu vegna þeirrar óvissu sem nú er uppi. Sendiráð Bandaríkjanna í Írak hefur beint því til allra bandarískra borgara sem eru í Írak að yfirgefa landið. Frá vettvangi árásarinnar í nótt.AP Litið á Soleimani sem þjóðhetju Í Íran var litið á hann sem þjóðhetju en Bandaríkjamenn skildgreindu Quds-hersveitir hans sem hryðjuverkamenn í apríl á síðasta ári. Sakar Bandaríkjastjórn Soleimani og Quds-sveitirnar um að bera ábyrgð á dauða hundruð bandarískra hermanna. Þá segir í yfirlýsingu bandaríska varnarmálaráðuneytisins að Soleimani „ynni nú að þróun áætlana um árásir á bandaríska diplómata og hermanna í Írak og víðar í heimshlutanum.“ Þessi árás væri ætluð til að aftra Írönum frá frekari árásum. Talið er að Soleimani hafi fyrirskipað eða í það minnsta heimilað árásina á sendiráð Bandaríkjamanna í Bagdad í síðustu viku. Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, sakar í tísti Bandaríkjamenn um hryðjuverk og segir hershöfðingjann Soleimani hafa verið ötullasta manninn í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS. Bandaríkjamenn beri auk þess alla ábyrgð á afleiðingum árásar sinnar. The US' act of international terrorism, targeting & assassinating General Soleimani—THE most effective force fighting Daesh (ISIS), Al Nusrah, Al Qaeda et al—is extremely dangerous & a foolish escalation. The US bears responsibility for all consequences of its rogue adventurism.— Javad Zarif (@JZarif) January 3, 2020 Í frétt BBC segir að Soleimani og fulltrúar uppreisnarhópa, sem njóta stuðnings Írana, hafi verið að yfirgefa flugvöllinn í tveimur bílum þegar ráðist var á þá á iðnaðarsvæði. Hershöfðinginn er sagður hafa þá komið frá Líbanon eða Sýrlandi. Nokkrum eldflaugum var skotið á bílalestina og eru fimm til viðbótar sagðir hafa látið lífið í árásinni. Í yfirlýsingu frá íranska byltingarverðinum segir að leiðtogi írakskra uppreisnarmanna, Abu Mahdi al-Muhandis, hafi einnig látið lífið í árásinni. Stýrt Quds-sveitunum í tuttugu ár Soleimani hafði stýrt Quds-sveitunum frá árinu 1998 Írönsk stjórnvöld hafa viðurkennt að Quds-sveitirnar hafi tekið virkan þátt í átökunum í Sýrlandi þar sem þær aðstoðuðu hópa trúir Bashar al-Assad Sýrlandsforseta og sáu þúsundum hermanna fyrir vopnum. Auk þess hafa Quds-sveitirnar stutt við bakið á sveitum í Írak sem hafa barist gegn liðsmönnum hryðjuverkasamtakanna ISIS. Qasem Soleimani.AP Fréttaskýrandi BBC segir að litið hafi verið á Soleimani sem heilann á bakvið metnaðarfullar áætlanir Írana í Miðausturlöndum og í raun verið utanríksráðherra landsins þegar kæmi að stríðsrekstri. Er talið að árás Bandaríkjamanna komi til með að marka þáttaskil í samskiptum Bandaríkjanna og Írana þar sem búist er við frekari stigmögnun í deilum ríkjanna. Fordæma árásina Rússar hafa fordæmt árásina og segir í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti landsins að „morðið á Soleimani“ sé „skeytingarlaust skref“ í þá átt að auka á spennu í öllum heimshlutanum. Adel Abdul Mahdi,, forsætisráðherra Íraks, hefur sömuleiðis fordæmt morðið á hershöfðingjanum Soleimani og Abu Mahdi al-Muhandis. Árásin bryti jafnframt í bága við skilyrðin um veru Bandaríkjahers í Írak og nauðsynlegt væri að írakska þingið kæmi saman vegna málsins.Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Íran Tengdar fréttir Pompeo frestar ferð til Úkraínu vegna átaka í Írak Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ákveðið að fresta ferð sinni til Úkraínu og fjögurra annarra ríkja vegna árásar sem gerð var á sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad í Írak. 1. janúar 2020 23:49 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Bandaríkjamenn réðu einn valdamesta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. Hershöfðinginn Qasem Soleimani fór fyrir Quds-sérsveitum byltingarvarðarins sem standa fyrir öllum hernaðaraðgerðum Írana utan heimalandsins. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur staðfest að Soleimani hafi verið drepinn að skipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta, en forsetinn birti mynd af bandarískum fána á Twitter-síðu sinni skömmu eftir að tilkynnt var um árásina. Hershöfðinginn Soleimani var á leið frá flugvellinum í íröksku höfuðborginni Bagdad þegar dróni Bandaríkjahers skaut á bílalest hans og er hann talinn hafa látist samstundis. pic.twitter.com/VXeKiVzpTf — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 3, 2020 Æðsti leiðtogi Írans, Ayatollah Ali Khamenei, segir að morðinu verði hefnt á grimmilegan hátt. Þá lýsti hann einnig yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu, en hinn 62 ára Soleimani var af mörgum talinn annar valdamesti maður landsins á eftir Khamenei sjálfum. Heyrði Soleimani beint undir Khamenei. Olíuverð á heimsvísu hækkaði um fjögur prósent eftir að fregnirnar bárust og sömuleiðis bárust fréttir af miklum lækkunum í kauphöllum í Asíu vegna þeirrar óvissu sem nú er uppi. Sendiráð Bandaríkjanna í Írak hefur beint því til allra bandarískra borgara sem eru í Írak að yfirgefa landið. Frá vettvangi árásarinnar í nótt.AP Litið á Soleimani sem þjóðhetju Í Íran var litið á hann sem þjóðhetju en Bandaríkjamenn skildgreindu Quds-hersveitir hans sem hryðjuverkamenn í apríl á síðasta ári. Sakar Bandaríkjastjórn Soleimani og Quds-sveitirnar um að bera ábyrgð á dauða hundruð bandarískra hermanna. Þá segir í yfirlýsingu bandaríska varnarmálaráðuneytisins að Soleimani „ynni nú að þróun áætlana um árásir á bandaríska diplómata og hermanna í Írak og víðar í heimshlutanum.“ Þessi árás væri ætluð til að aftra Írönum frá frekari árásum. Talið er að Soleimani hafi fyrirskipað eða í það minnsta heimilað árásina á sendiráð Bandaríkjamanna í Bagdad í síðustu viku. Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, sakar í tísti Bandaríkjamenn um hryðjuverk og segir hershöfðingjann Soleimani hafa verið ötullasta manninn í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS. Bandaríkjamenn beri auk þess alla ábyrgð á afleiðingum árásar sinnar. The US' act of international terrorism, targeting & assassinating General Soleimani—THE most effective force fighting Daesh (ISIS), Al Nusrah, Al Qaeda et al—is extremely dangerous & a foolish escalation. The US bears responsibility for all consequences of its rogue adventurism.— Javad Zarif (@JZarif) January 3, 2020 Í frétt BBC segir að Soleimani og fulltrúar uppreisnarhópa, sem njóta stuðnings Írana, hafi verið að yfirgefa flugvöllinn í tveimur bílum þegar ráðist var á þá á iðnaðarsvæði. Hershöfðinginn er sagður hafa þá komið frá Líbanon eða Sýrlandi. Nokkrum eldflaugum var skotið á bílalestina og eru fimm til viðbótar sagðir hafa látið lífið í árásinni. Í yfirlýsingu frá íranska byltingarverðinum segir að leiðtogi írakskra uppreisnarmanna, Abu Mahdi al-Muhandis, hafi einnig látið lífið í árásinni. Stýrt Quds-sveitunum í tuttugu ár Soleimani hafði stýrt Quds-sveitunum frá árinu 1998 Írönsk stjórnvöld hafa viðurkennt að Quds-sveitirnar hafi tekið virkan þátt í átökunum í Sýrlandi þar sem þær aðstoðuðu hópa trúir Bashar al-Assad Sýrlandsforseta og sáu þúsundum hermanna fyrir vopnum. Auk þess hafa Quds-sveitirnar stutt við bakið á sveitum í Írak sem hafa barist gegn liðsmönnum hryðjuverkasamtakanna ISIS. Qasem Soleimani.AP Fréttaskýrandi BBC segir að litið hafi verið á Soleimani sem heilann á bakvið metnaðarfullar áætlanir Írana í Miðausturlöndum og í raun verið utanríksráðherra landsins þegar kæmi að stríðsrekstri. Er talið að árás Bandaríkjamanna komi til með að marka þáttaskil í samskiptum Bandaríkjanna og Írana þar sem búist er við frekari stigmögnun í deilum ríkjanna. Fordæma árásina Rússar hafa fordæmt árásina og segir í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti landsins að „morðið á Soleimani“ sé „skeytingarlaust skref“ í þá átt að auka á spennu í öllum heimshlutanum. Adel Abdul Mahdi,, forsætisráðherra Íraks, hefur sömuleiðis fordæmt morðið á hershöfðingjanum Soleimani og Abu Mahdi al-Muhandis. Árásin bryti jafnframt í bága við skilyrðin um veru Bandaríkjahers í Írak og nauðsynlegt væri að írakska þingið kæmi saman vegna málsins.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Íran Tengdar fréttir Pompeo frestar ferð til Úkraínu vegna átaka í Írak Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ákveðið að fresta ferð sinni til Úkraínu og fjögurra annarra ríkja vegna árásar sem gerð var á sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad í Írak. 1. janúar 2020 23:49 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Pompeo frestar ferð til Úkraínu vegna átaka í Írak Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ákveðið að fresta ferð sinni til Úkraínu og fjögurra annarra ríkja vegna árásar sem gerð var á sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad í Írak. 1. janúar 2020 23:49