Enski boltinn

Liverpool mætti tapa síðustu þrettán leikjum sínum en United gæti samt ekki náð þeim

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Virgil van Dijk fagnar marki sínu fyrir Liverpool á móti Manchester United fyrr á þessu tímabili.
Virgil van Dijk fagnar marki sínu fyrir Liverpool á móti Manchester United fyrr á þessu tímabili. Getty/ Michael Regan

Þótt að Liverpool fengi ekki stig í viðbót í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili þá yrði liðið samt fyrir ofan Manchester United. Það eru liðin 29 ár síðan að Liverpool endaði ofar en United á tveimur tímabilum í röð.Manchester United getur ekki lengur náð Liverpool að stigum eftir 1-0 sigur Liverpool á Norwich um helgina.Liverppool er komið með 76 stig en Manchester United er með 35 stig. United á þrettán leiki eftir og getur því enn náð í 39 stig til viðótar.

39 stig í viðbót við 35 stig gera hins vegar aðeins 74 stig eða tveimur minna en Liverpool er þegar með í húsi.Liverpool er bæði með fleiri stig á heimavelli (39) og á útivelli (37) en Manchester United liðið er með samtals (35). Það gæti hins vegar breyst í kvöld takist leikmönnum Manchester United að vinna Chelsea á Stamford Bridge.Manchester United setur samt sem áður „montað“ sig af því að vera eina liðið í fyrstu 26 umferðum ensku úrvalsdeildarinnar sem hefur náð að taka stig af Liverpool en liðin gerðu jafntefli í leik sínum á Old Trafford. Liverpool hefur unnið alla hina 25 leikina.Sú staðreynd að Manchester United á ekki lengur möguleika á að enda ofar en Liverpool þýðir að Liverpool getur fagnað því í fyrsta sinn í 29 ár að halda erkifjendunum fyrir neðan sig á tveimur leiktíðum í röð.Þetta verður nefnilega í fyrsta sinn síðan 1991 að Liverpool endar ofar en Manchester United á tveimur tímabilum í röð.Liverpool hefur aðeins fjórum sinnum áður endað ofar en Manchester United síðan enska úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992 en það eru árin 2002, 2014, 2017 og 2019.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.