Mané tryggði Liverpool sigur á botnliðinu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sadio Mané tryggði Liverpool stigin þrjú í kvöld.
Sadio Mané tryggði Liverpool stigin þrjú í kvöld. Vísir/Getty

Liverpool vann nauman 1-0 útisigur á Norwich City í síðari leik dagsins í enska boltanum þökk sé marki Sadio Mané.Leikurinn var ekki mikið fyrir augað enda bæði lið búin að vera í ágætri pásu og þá voru aðstæður ekki góðar á Carrow Road í kvöld en segja má að veðurfar á Englandi í dag hafi verið mjög íslenskt. Mikil rigning í bland við mikið rok.Heimamenn í Norwich City geta nagað sig í handarbökin fyrir að tapa leiknum þó svo að þeir aðeins hafi átt eitt skot á markið í öllum leiknum. Fengu þeir tvö frábær færi sem fóru forgörðum en Naby Keita hefði reyndar átt að koma Liverpool yfir áður en varamaðurinn Mané tryggði þeim sigurinn.Alisson bjargaði Liverpool í fyrri hálfleik þegar Teemu Pukki virtist vera við það að renna knettinum í netið eftir sendingu Lukas Rupp. Var það um það bil það eina markverða í fyrri hálfleik.Í þeim síðari fengu Liverpool sannkallað dauðafæri en Tim Krul varði meistaralega frá Keita af stuttu færi eftir að Hollendingurinn hafði varið skot Mo Salah út í teiginn.Skömmu síðar skaut Alexander Tettey í stöngina á marki Liverpool en Alisson virtist sannfærður um að Norðmaðurinn myndi gefa fyrir markið.Varamaðurinn Sadio Mané skoraði svo sigurmark leiksins á 78. mínútu en hann tók þó stórkostlega við knettinum eftir

góða sendingu Jordan Henderson. Hann lagði knöttinn síðan snyrtilega í netið, staðan orðin 1-0 Liverpool í vil og reyndust það lokatölur leiksins.Sigurinn þýðir að Liverpool er nú með 76 af 78 stigum mögulegum þegar liðið hefur leikið 26 leiki. Forskot þeirra er orðið 25 stig og eingöngu spurning um hvenær titillinn verður endanlega kominn í hús.Norwich City er hins vegar í hinu margfræga júmbó sæti eða því neðsta. Liðið er með 18 stig, sjö stigum frá öruggu sæti.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.