Íslenski boltinn

KA fær annan leikmann frá Danmörku

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jibril Abubakar og Óli handsala samninginn.
Jibril Abubakar og Óli handsala samninginn. mynd/ka

KA hefur fengið nígeríska framherjann Jibril Abubakar á láni frá FC Midtjylland í Danmörku en hann mun leika með liðinu út ágúst.

Jibril Abubakar er tvítugur sem hefur verið að leika með unglingaliði Midtjylland en hann hefur vakið athygli með frammistöðu sinni í Evrópukeppni unglingaliða þar sem Midtjylland hefur gert frábæra hluti.

Jibril er stor og stæðilegur en hann er 193 sentímetrar. KA hefur því náð í góða hæð í liðið því á dögunum gekk Mikkel Qvist í raðir liðsins. Hann er varnarmaður og mun einnig spila með liðinu út ágúst en hann er 203 sentímetrar.
Þeir gulklæddu urðu fyrir áfalli á dögunum er Elfar Árni Aðalsteinsson sleit krossband og hann mun ekki spila með liðinu á leiktíðinni. Því ákvað félagið að næla sér í annan sóknarmann.

KA endaði í 5. sæti Pepsi Max-deildar karla á síðasta tímabili. KA sækir ÍA heim í 1. umferð deildarinnar 23. apríl næstkomandi.


Tengdar fréttir

Skelfileg tíðindi fyrir Elfar og KA

Elfar Árni Aðalsteinsson og lið hans KA hafa orðið fyrir miklu áfalli en útlit er fyrir að sóknarmaðurinn öflugi, sem skoraði 13 mörk í Pepsi Max deildinni í fótbolta fyrra, sé með slitið krossband í hné.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.