Íslenski boltinn

Rúmlega tveggja metra hár varnarmaður til KA

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Óli Stefán Flóventsson er þjálfari KA.
Óli Stefán Flóventsson er þjálfari KA. vísir/bára

KA hefur fengið Mikkel Qvist á láni frá danska úrvalsdeildarliðinu Horsens. Lánssamningurinn gildir út ágúst.

Qvist er 26 ára varnarmaður sem telur 203 sentímetra.

Á heimasíðu KA segir að hann sé öflugur í loftinu, líkamlega sterkur og geti tekið löng innköst.

Qvist lék 81 leik fyrir Horsens í dönsku úrvalsdeildinni.

KA endaði í 5. sæti Pepsi Max-deildar karla á síðasta tímabili. KA sækir ÍA heim í 1. umferð deildarinnar 23. apríl næstkomandi. KA og ÍA mættust einnig á Akranesi í 1. umferð Pepsi Max-deildar karla í fyrra. Skagamenn unnu þá 3-1 sigur.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.