Fótbolti

Almarr skoraði með alvöru þrumufleyg

Almarr Ormarsson er mikill KA-maður.
Almarr Ormarsson er mikill KA-maður. mynd/ka.is

Almarr Ormarsson skoraði sannkallað draumamark fyrir KA þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Fylki í Lengjubikarnum í fótbolta í gær.Liðin áttust við í Boganum á Akureyri og komst Fylkir yfir á 16. mínútu með marki Ólafs Inga Skúlasonar. En fjórum mínútum síðar hafði Almarr jafnað metin með þrumufleygnum sem sjá má hér að neðan.

Liðin leika í 2. riðli A-deildar og var þetta fyrsti leikurinn í riðlinum, en Keflavík vann svo Fram 2-1 í sama riðli í gærkvöld. Næsti leikur KA er við Fram í Egilshöll á laugardaginn en Fylkir leikur næst við Magna eftir viku, einnig í Egilshöll.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.