Fótbolti

Almarr skoraði með alvöru þrumufleyg

Almarr Ormarsson er mikill KA-maður.
Almarr Ormarsson er mikill KA-maður. mynd/ka.is

Almarr Ormarsson skoraði sannkallað draumamark fyrir KA þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Fylki í Lengjubikarnum í fótbolta í gær.

Liðin áttust við í Boganum á Akureyri og komst Fylkir yfir á 16. mínútu með marki Ólafs Inga Skúlasonar. En fjórum mínútum síðar hafði Almarr jafnað metin með þrumufleygnum sem sjá má hér að neðan.

Liðin leika í 2. riðli A-deildar og var þetta fyrsti leikurinn í riðlinum, en Keflavík vann svo Fram 2-1 í sama riðli í gærkvöld. Næsti leikur KA er við Fram í Egilshöll á laugardaginn en Fylkir leikur næst við Magna eftir viku, einnig í Egilshöll.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.