Íslenski boltinn

Skelfileg tíðindi fyrir Elfar og KA

Sindri Sverrisson skrifar
Elfar Árni Aðalsteinsson raðaði inn mörkum fyrir KA á síðustu leiktíð.
Elfar Árni Aðalsteinsson raðaði inn mörkum fyrir KA á síðustu leiktíð. vísir/bára

Elfar Árni Aðalsteinsson og lið hans KA hafa orðið fyrir miklu áfalli en útlit er fyrir að sóknarmaðurinn öflugi, sem skoraði 13 mörk í Pepsi Max deildinni í fótbolta fyrra, sé með slitið krossband í hné.

Fótbolti.net greindi frá þessu í kvöld og Elfar staðfesti við Vísi að eftir skoðun í gær væri útlit fyrir að krossbandið hefði farið:

„Það lítur þannig út. Þetta er ekki orðið 100 prósent en það lítur út fyrir að ég þurfi að fara í aðgerð,“ segir Elfar, sem meiddist í 5-1 sigri á Þór í lokaleik Kjarnafæðismótsins í byrjun þessa mánaðar.

„Ég tæklaði leikmann og fékk þá högg á hnéð, hélt áfram en þá gaf hnéð sig aftur. Þetta voru tvö atvik þarna í leiknum,“ segir Elfar sem hefur ekki lent í svo alvarlegum meiðslum áður:

„Þetta er það versta sem ég hef lent í hingað til. En ég var bara í skoðun í gær svo þetta er aðeins að meltast og hnéð ennþá að losna við bólgur og svoleiðis, áður en hægt verður að sjá þetta almennilega.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.