Íslenski boltinn

Sandra hefur ekki fengið á sig mark á móti KR í meira en fimmtíu mánuði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sandra Sigurðardóttir fagnar Íslandsmeistaratitlinum með Val síðasta haust.
Sandra Sigurðardóttir fagnar Íslandsmeistaratitlinum með Val síðasta haust. Vísir/Daníel Þór

Sandra Sigurðardóttir og Valsvörnin héldu einn á ný hreinu á móti KR þegar liðin mættust í lokaleik tíundu umferðar Pepsi Max deildar kvenna í gær.

Valsliðið hefur unnið átta af síðustu níu leikjum liðanna og ekki tapað í tuttugu síðustu deildarleikjum sínum á móti KR.

Sandra Sigurðardóttir fékk síðast á sig mark á móti KR í Pepsi Max deildinni 18. maí 2016. Síðan er liðinn 51 mánuður eða alls 1553 dagar.

Sandra er þar með búin að halda marki sínu hreinu í 871 mínútu á móti Vesturbæjarliðinu eða allt síðan að Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði hjá henni í maí fyrir rúmum fjórum árum síðan.

Markatalan í síðustu níu deildarleikjum kvennaliða Vals og KR er 26-0, Val í hag.

Sandra Sigurðardóttir hélt marki sínu hreinu á móti KR í þremur síðustu deildarleikjum sínum sem markvörður Stjörnunnar og hefur því haldið hreinu í tólf af síðustu þrettán leikjum sínum á móti KR.

Valsliðið vann leikinn á móti KR í gær 1-0 þökk sé marki frá Hlín Eiríksdóttur strax á 14. mínútu.

Síðustu leikir Vals og KR í úrvalsdeild kvenna:

  • 2020
  • Í Frostaskjóli: Valur vann 1-0
  • Á Hlíðarenda: Valur vann 3-0
  • 2019
  • Á Hlíðarenda: Valur vann 3-0
  • Í Frostaskjóli: Valur vann 3-0
  • 2018
  • Í Frostaskjóli: 0-0 jafntefli
  • Á Hlíðarenda: Valur vann 4-0
  • 2017
  • Á Hlíðarenda: Valur vann 3-0
  • Í Frostaskjóli: Valur vann 5-0
  • 2016
  • Í Frostaskjóli: Valur vann 4-0
  • Á Hlíðarenda: 1-1 jafntefli
  • Samanlagt:
  • Valur: 8 sigrar og 26 sitg
  • KR: 0 sigrar og 2 stig
  • Valur: 27 mörk
  • KR: 1 mark



Fleiri fréttir

Sjá meira


×