Viðskipti erlent

Olíu­verð lækkaði tölu­vert á mörkuðum

Atli Ísleifsson skrifar
Einna mest hefur lækkunin verið síðustu tvær vikurnar.
Einna mest hefur lækkunin verið síðustu tvær vikurnar. Getty

Olíuverð á heimsmörkuðum lækkaði töluvert á mörkuðum í gær og hefur ekki verið lægra í heilt ár en lækkunin er rakin til Wuhan-kórónuveirunnar svokölluðu og ótta manna um að veikin muni hægja á hagvextinum í Kína, fjölmennasta landi heims.

Einna mest hefur lækkunin verið síðustu tvær vikurnar og Wall Street Journal greinir frá því að þessi minnkandi eftirspurn í Kína gæti leitt til þess að Sádi-Arabar dragi úr framleiðslu sinni um allt að milljón tunnur á dag til að reyna að halda verði uppi.

Á Íslandi hefur lækkunin á bensínverði til almennings á sama tíma, það er að segja frá 20. janúar, numið tæpum fjórum krónum hjá flestum söluaðilum en minna hjá sjálfsafgreiðslustöðvum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×