Kallar þingmenn snemma úr fríi vegna Póstsins Samúel Karl Ólason skrifar 17. ágúst 2020 06:50 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. AP/Patrick Semansky Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur tekið þá ákvörðun að kalla þingmenn snemma heim úr sumarfríi til að greiða atkvæði um frumvarp um Póst Bandaríkjanna. Tilefnið er viðleitni ríkisstjórnar Donald Trump til að grafa undan Póstinum í aðdraganda forsetakosninga í nóvember, þar sem búist er við að milljónir muni greiða atkvæði í pósti. Louis DeJoy, nýr yfirmaður Póstsins, hefur þegar skorið niður og gert miklar breytingar sem taldar eru muna koma niður á getu stofnunarinnar til að bregðast við kosningunum. Breytingarnar hafa þegar leitt til tafa á þjónustu Póstsins. Sjá einnig: Póstmálastofnunin segir atkvæði ekki munu skila sér í tæka tíð Í bréfi sem hún sendi þingmönnum í gær skrifaði Pelosi að á tímum faraldurs nýju kórónuveirunnar væri Pósturinn mjög mikilvægur vegna kosninganna. Líf og lýðræði Bandaríkjanna væri í húfi vegna aðgerða forsetans. Búist er við að þingmenn muni koma saman aftur um næstu helgi og greiða atkvæði á laugardaginn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Frumvarpinu sem um ræðir er ætlað að koma í veg fyrir að Trump geti gert breytingar á Póstinum og þingmenn Demókrataflokksins hafa þegar krafist þess að DeJoy mæti á nefndarfund þann 27. ágúst og svari spurningum þingmanna. Háttsettir stjórnmálamenn í mörgum ríkjum Bandaríkjanna vinna nú hörðum höndum að því að gera kjósendum auðveldara að senda atkvæði sín í pósti til að reyna að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Heilt yfir hefur notkun póstatkvæða verið að aukast á undanförnum árum og hefur fjórðungur Bandaríkjamanna greitt atkvæði með þeim hætti í undanförnum þremur alríkiskosningum Bandaríkjanna. Þá fara kosningar að mestu fram með póstatkvæðum í fimm ríkjum, Colorado, Hawaii, Oregon, Utah og Washington, og hafa gert um árabil. Trump hefur lengi haldið því fram að umfangsmikil kosningasvindl sé fylgifiskur póstatkvæða. Hann hefur aldrei fært sannanir fyrir því og sérfræðingar segja það rangt. Read my letter to Members here: https://t.co/FcVJRo2nTm— Nancy Pelosi (@SpeakerPelosi) August 17, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Segir Trump ógna lýðræðinu með afstöðu sinni gagnvart póstatkvæðum Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders segir að árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á póstþjónustuna þar í landi jafngildi „lýðræðislegri kreppu í Bandaríkjunum. 16. ágúst 2020 23:07 Hótar Nevada lögsókn vegna póstatkvæða Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að höfða mál vegna ákvörðunar ríkisþingmanna í Nevada, þar sem Demókratar eru í meirihluta, um að senda póstkjörseðla til kjósenda í ríkinu. 4. ágúst 2020 10:30 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur tekið þá ákvörðun að kalla þingmenn snemma heim úr sumarfríi til að greiða atkvæði um frumvarp um Póst Bandaríkjanna. Tilefnið er viðleitni ríkisstjórnar Donald Trump til að grafa undan Póstinum í aðdraganda forsetakosninga í nóvember, þar sem búist er við að milljónir muni greiða atkvæði í pósti. Louis DeJoy, nýr yfirmaður Póstsins, hefur þegar skorið niður og gert miklar breytingar sem taldar eru muna koma niður á getu stofnunarinnar til að bregðast við kosningunum. Breytingarnar hafa þegar leitt til tafa á þjónustu Póstsins. Sjá einnig: Póstmálastofnunin segir atkvæði ekki munu skila sér í tæka tíð Í bréfi sem hún sendi þingmönnum í gær skrifaði Pelosi að á tímum faraldurs nýju kórónuveirunnar væri Pósturinn mjög mikilvægur vegna kosninganna. Líf og lýðræði Bandaríkjanna væri í húfi vegna aðgerða forsetans. Búist er við að þingmenn muni koma saman aftur um næstu helgi og greiða atkvæði á laugardaginn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Frumvarpinu sem um ræðir er ætlað að koma í veg fyrir að Trump geti gert breytingar á Póstinum og þingmenn Demókrataflokksins hafa þegar krafist þess að DeJoy mæti á nefndarfund þann 27. ágúst og svari spurningum þingmanna. Háttsettir stjórnmálamenn í mörgum ríkjum Bandaríkjanna vinna nú hörðum höndum að því að gera kjósendum auðveldara að senda atkvæði sín í pósti til að reyna að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Heilt yfir hefur notkun póstatkvæða verið að aukast á undanförnum árum og hefur fjórðungur Bandaríkjamanna greitt atkvæði með þeim hætti í undanförnum þremur alríkiskosningum Bandaríkjanna. Þá fara kosningar að mestu fram með póstatkvæðum í fimm ríkjum, Colorado, Hawaii, Oregon, Utah og Washington, og hafa gert um árabil. Trump hefur lengi haldið því fram að umfangsmikil kosningasvindl sé fylgifiskur póstatkvæða. Hann hefur aldrei fært sannanir fyrir því og sérfræðingar segja það rangt. Read my letter to Members here: https://t.co/FcVJRo2nTm— Nancy Pelosi (@SpeakerPelosi) August 17, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Segir Trump ógna lýðræðinu með afstöðu sinni gagnvart póstatkvæðum Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders segir að árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á póstþjónustuna þar í landi jafngildi „lýðræðislegri kreppu í Bandaríkjunum. 16. ágúst 2020 23:07 Hótar Nevada lögsókn vegna póstatkvæða Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að höfða mál vegna ákvörðunar ríkisþingmanna í Nevada, þar sem Demókratar eru í meirihluta, um að senda póstkjörseðla til kjósenda í ríkinu. 4. ágúst 2020 10:30 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Segir Trump ógna lýðræðinu með afstöðu sinni gagnvart póstatkvæðum Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders segir að árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á póstþjónustuna þar í landi jafngildi „lýðræðislegri kreppu í Bandaríkjunum. 16. ágúst 2020 23:07
Hótar Nevada lögsókn vegna póstatkvæða Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að höfða mál vegna ákvörðunar ríkisþingmanna í Nevada, þar sem Demókratar eru í meirihluta, um að senda póstkjörseðla til kjósenda í ríkinu. 4. ágúst 2020 10:30
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent