Póstmálastofnunin segir atkvæði ekki munu skila sér í tæka tíð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2020 07:57 Póstmálastofnun Bandaríkjanna telur að atkvæði sem verði póstlögð muni ekki skila sér. Getty/Alexi Rosenfeld Póstmálastofnun Bandaríkjanna hefur varað við því að milljónir atkvæða sem send verða með pósti muni ekki skila sér á réttum tíma og því ekki verða talin með í forsetakosningunum sem fara fram 3. nóvember næstkomandi. Gagnrýnendur segja það nýjan forstjóra stofnunarinnar, sem er ötull stuðningsmaður Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, sem viljandi hægi á þjónustu stofnunarinnar í von um að atkvæði skili sér ekki á kjörstað. Talið er að fleiri en venjulega muni nýta sér að póstleggja atkvæði vegna faraldursins sem nú geisar. Á þriðjudag gaf Trump það út að hann myndi ekki gefa póstmálastofnuninni aukið fjármagn til að annast framkvæmd atkvæðaflutninga vegna þess að hann er á móti því að fólk geti kosið, ekki á kjörstað, og sent atkvæði sín með pósti. Hann hefur ítrekað lýst yfir að hann sé andsnúinn atkvæðagreiðslu sem senda má með pósti og telur hann það ýta undir líkur á kosningasvindli. Þá telur hann einnig að Joe Biden, mótframbjóðandi hans, muni græða á því að fólk geti kosið á þennan hátt. If you're in a state where you have the option to vote early, do that now. The more votes in early, the less likely you're going to see a last minute crunch, both at polling places and in states where mail-in ballots are permitted. Then tell everyone you know.— Barack Obama (@BarackObama) August 14, 2020 Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, gagnrýndi Trump harðlega á Twitter í gær fyrir afstöðu hans gagnvart póstlögðum atkvæðum og sagði Trump reyna að „grafa undan kosningunum.“ Þá sagði hann ríkisstjórnina leggja meiri áherslu á að „bæla niður kosningarnar en að stöðva veiruna.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump tengir fjársvelti póstsins við kosningarnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri mótfallinn auknu fjármagni til Póstsins þar í landi. Viðurkenndi hann að það væri svo stofnunin gæti ekki brugðist við auknu álagi vegna fyrirhugaðra póstatkvæðagreiðslna í forsetakosningunum í nóvember. 13. ágúst 2020 22:00 Telur að Trump láti ekki þegjandi og hljóðalaust af embætti Þingmaður fulltrúadeildar Bandaríkjaþings líkti Donald Trump Bandaríkjaforseta við ítalska einræðisherrann og fasistann Benito Mussolini í dag. 2. ágúst 2020 22:52 Samflokksmenn Trump hafna hugmyndum um frestun kosninganna Leiðtogar Repúblikanaflokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa hafnað tillögu Bandaríkjaforseta um að forsetakosningunum sem fara fram í nóvember verði frestað vegna áhyggja af kosningasvindli. 30. júlí 2020 21:27 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Sjá meira
Póstmálastofnun Bandaríkjanna hefur varað við því að milljónir atkvæða sem send verða með pósti muni ekki skila sér á réttum tíma og því ekki verða talin með í forsetakosningunum sem fara fram 3. nóvember næstkomandi. Gagnrýnendur segja það nýjan forstjóra stofnunarinnar, sem er ötull stuðningsmaður Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, sem viljandi hægi á þjónustu stofnunarinnar í von um að atkvæði skili sér ekki á kjörstað. Talið er að fleiri en venjulega muni nýta sér að póstleggja atkvæði vegna faraldursins sem nú geisar. Á þriðjudag gaf Trump það út að hann myndi ekki gefa póstmálastofnuninni aukið fjármagn til að annast framkvæmd atkvæðaflutninga vegna þess að hann er á móti því að fólk geti kosið, ekki á kjörstað, og sent atkvæði sín með pósti. Hann hefur ítrekað lýst yfir að hann sé andsnúinn atkvæðagreiðslu sem senda má með pósti og telur hann það ýta undir líkur á kosningasvindli. Þá telur hann einnig að Joe Biden, mótframbjóðandi hans, muni græða á því að fólk geti kosið á þennan hátt. If you're in a state where you have the option to vote early, do that now. The more votes in early, the less likely you're going to see a last minute crunch, both at polling places and in states where mail-in ballots are permitted. Then tell everyone you know.— Barack Obama (@BarackObama) August 14, 2020 Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, gagnrýndi Trump harðlega á Twitter í gær fyrir afstöðu hans gagnvart póstlögðum atkvæðum og sagði Trump reyna að „grafa undan kosningunum.“ Þá sagði hann ríkisstjórnina leggja meiri áherslu á að „bæla niður kosningarnar en að stöðva veiruna.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump tengir fjársvelti póstsins við kosningarnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri mótfallinn auknu fjármagni til Póstsins þar í landi. Viðurkenndi hann að það væri svo stofnunin gæti ekki brugðist við auknu álagi vegna fyrirhugaðra póstatkvæðagreiðslna í forsetakosningunum í nóvember. 13. ágúst 2020 22:00 Telur að Trump láti ekki þegjandi og hljóðalaust af embætti Þingmaður fulltrúadeildar Bandaríkjaþings líkti Donald Trump Bandaríkjaforseta við ítalska einræðisherrann og fasistann Benito Mussolini í dag. 2. ágúst 2020 22:52 Samflokksmenn Trump hafna hugmyndum um frestun kosninganna Leiðtogar Repúblikanaflokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa hafnað tillögu Bandaríkjaforseta um að forsetakosningunum sem fara fram í nóvember verði frestað vegna áhyggja af kosningasvindli. 30. júlí 2020 21:27 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Sjá meira
Trump tengir fjársvelti póstsins við kosningarnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri mótfallinn auknu fjármagni til Póstsins þar í landi. Viðurkenndi hann að það væri svo stofnunin gæti ekki brugðist við auknu álagi vegna fyrirhugaðra póstatkvæðagreiðslna í forsetakosningunum í nóvember. 13. ágúst 2020 22:00
Telur að Trump láti ekki þegjandi og hljóðalaust af embætti Þingmaður fulltrúadeildar Bandaríkjaþings líkti Donald Trump Bandaríkjaforseta við ítalska einræðisherrann og fasistann Benito Mussolini í dag. 2. ágúst 2020 22:52
Samflokksmenn Trump hafna hugmyndum um frestun kosninganna Leiðtogar Repúblikanaflokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa hafnað tillögu Bandaríkjaforseta um að forsetakosningunum sem fara fram í nóvember verði frestað vegna áhyggja af kosningasvindli. 30. júlí 2020 21:27