Erlent

Póstmálastofnunin segir atkvæði ekki munu skila sér í tæka tíð

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Póstmálastofnun Bandaríkjanna telur að atkvæði sem verði póstlögð muni ekki skila sér.
Póstmálastofnun Bandaríkjanna telur að atkvæði sem verði póstlögð muni ekki skila sér. Getty/Alexi Rosenfeld

Póstmálastofnun Bandaríkjanna hefur varað við því að milljónir atkvæða sem send verða með pósti muni ekki skila sér á réttum tíma og því ekki verða talin með í forsetakosningunum sem fara fram 3. nóvember næstkomandi.

Gagnrýnendur segja það nýjan forstjóra stofnunarinnar, sem er ötull stuðningsmaður Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, sem viljandi hægi á þjónustu stofnunarinnar í von um að atkvæði skili sér ekki á kjörstað.

Talið er að fleiri en venjulega muni nýta sér að póstleggja atkvæði vegna faraldursins sem nú geisar.

Á þriðjudag gaf Trump það út að hann myndi ekki gefa póstmálastofnuninni aukið fjármagn til að annast framkvæmd atkvæðaflutninga vegna þess að hann er á móti því að fólk geti kosið, ekki á kjörstað, og sent atkvæði sín með pósti.

Hann hefur ítrekað lýst yfir að hann sé andsnúinn atkvæðagreiðslu sem senda má með pósti og telur hann það ýta undir líkur á kosningasvindli. Þá telur hann einnig að Joe Biden, mótframbjóðandi hans, muni græða á því að fólk geti kosið á þennan hátt.

Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, gagnrýndi Trump harðlega á Twitter í gær fyrir afstöðu hans gagnvart póstlögðum atkvæðum og sagði Trump reyna að „grafa undan kosningunum.“ Þá sagði hann ríkisstjórnina leggja meiri áherslu á að „bæla niður kosningarnar en að stöðva veiruna.“


Tengdar fréttir

Trump teng­ir fjár­svelt­i pósts­ins við kosn­ing­arn­ar

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri mótfallinn auknu fjármagni til Póstsins þar í landi. Viðurkenndi hann að það væri svo stofnunin gæti ekki brugðist við auknu álagi vegna fyrirhugaðra póstatkvæðagreiðslna í forsetakosningunum í nóvember.

Samflokksmenn Trump hafna hugmyndum um frestun kosninganna

Leiðtogar Repúblikanaflokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa hafnað tillögu Bandaríkjaforseta um að forsetakosningunum sem fara fram í nóvember verði frestað vegna áhyggja af kosningasvindli.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×