Erlent

Indland ætlar að fjöldaframleiða bóluefni gegn kórónuveirunni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Narendra Modi forsætisráðhera Indlands kynnir nýjar aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu og afleiðingum kórónuveirunnar.
Narendra Modi forsætisráðhera Indlands kynnir nýjar aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu og afleiðingum kórónuveirunnar. EPA-EFE/PRESS INFORMATION BUREAU

Indland er tilbúið til að fjöldaframleiða bóluefni gegn kórónuveirunni um leið og vísindamenn gefa grænt ljós. Þetta sagði Narendra Modi forsætisráðherra Indlands í ræðu sinni í tilefni af þjóðhátíðardegi landsins í dag. Þá stendur einnig til að gefa öllum íbúum landsins auðkenni fyrir heilbrigðisþjónustu.

Modi sagði í ræðu sinni að heilbrigðis- og efnahagsmál væru í forgangi hjá ríkisstjórn hans og mikilvægt væri að þessir tveir þættir væru sjálfbærir. Þrjú bóluefni væru nú í prófun á Indlandi og verið væri að vinna áætlun til að tryggja að hver og einn einasti íbúi landsins fengi bóluefnið þegar það væri tilbúið.

Áætlunin um auðkenni einstaklinga sem notað verður fyrir heilbrigðisþjónustu er ný af nálinni á Indlandi en auðkenninu er ætlað að auðvelda framkvæmd heilbrigðisþjónustu og tryggja að upplýsingar um heilsufarssögu hvers einstaklings verði geymdar.

Auðkennið mun auðvelda fólki að panta tíma hjá læknum, finna upplýsingar um heilsufarssögu, hvaða lyf einstaklingar hafi notað og svo framvegis. Öll vandræði sem hafa áður verið til staðar munu að sögn Modi verða upprætt með aðgerðunum.

Þá mun Indland fara í stórfelldar aðgerðir til að koma efnahagi landsins á réttan kjöl og sagði Modi mikilvægt að Indland verði að mikilvægum leikmanni á alþjóðavettvangi. Auka þurfi úflutning, minnka innflutning og svo framvegis. Þá verður 110 billjón rúpíum varið í um sjö þúsund verkefni, sem verða meðal annars að skapa fleiri störf og hjálpa smáum fyrirtækjum.


Tengdar fréttir

Meirihluti lækna myndi ekki vilja bóluefni Rússa

Meirihluti rússneskra lækna myndi ekki vilja láta sprauta sig með nýju kórónuveirubóluefni sem rússnesk stjórnvöld segja að sé tilbúið vegna skorts á upplýsingum um bóluefnið og þess hve hratt bóluefnið var þróað og samþykkt.

Vísindamenn segja erfitt að treysta bóluefni Rússa

Vísindamenn eru sumir hverjir undrandi yfir tilkynningu Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um það að heilbrigðisyfirvöld í landinu hafi lagt blessun sína yfir bóluefni gegn kórónuveirunni sem þróað var í Rússlandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×