Vilja fara framhjá ónæmiskerfinu með nýjum lyfjum Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2020 22:30 Frá skimun fyrir Covid-19 í Flórída í Bandaríkjunum. AP/Wilfredo Lee Þegar enn eru margir mánuðir í að bóluefni líti dagsins ljós, víðast hvar í heiminum, eru lyfjafyrirtæki að snúa sér að öðrum vörnum gegn Covid-19. Verið er að þróa sérstök lyf sem koma mótefni við Covid-19 í líkama sýktra, án þess að þurfa að þjálfa ónæmiskerfi þeirra til að mynda mótefnið. Í grófum dráttum, þá eru mótefni prótein sem líkaminn myndar þegar sýking á sér stað. Þau binda sig við vírusa og hjálpa til við að eyða þeim. Bóluefni plata líkamann til framleiða þessi mótefni og læra það ef raunveruleg veira berst í líkamann. EIns og segir í frétt AP fréttaveitunnar getur það tekið svolítinn tíma að mynda mótefni eftir að sýking á sér stað. Nú er verið þróa lyf sem innihalda stóra skammta af mótefnum gegn Covid-19. Þannig vonist vísindamenn til að geta boðið fólki tímabundið ónæmi gegn sjúkdómum en talið er að lyfin gætu virkað í mánuð eða lengur. Lyfin gætu til að mynda reynst heilbrigðisstarfsfólki og öðrum sem vinna og búa við miklar smitlíkur vel. Ef lyfin reynast vel og það dregst úr þróun góðra bóluefna væri hægt að auka notkun lyfjanna. Einnig notuð til lækninga Auk þess að vonast sé til þess að búa til tímabundið ónæmi með lyfjunum er verið að rannsaka hvernig þau nýtast í meðferð handa þeim sem þegar hafa smitast af veirunni. Hvort lyfin dragi úr áhrifum sýkingarinnar og komi jafnvel í veg fyrir dauða. „Vonin er að finna fólk á fyrstu viku veikinda og að við getum læknað þau með mótefnum og komið í veg fyrir að þau verði veik,“ sagði Marshall Lyon, vísindamaður sem vinnur að þróun mótefnalyfs í Atlanta í Bandaríkjunum. Vísindamenn um heim allan vinna nú að því að þróa bóluefni gegn Covid-19. Sjúkdómurinn hefur þegar dregið minnst 744.311 til dauða, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans. Til að ljúka slíkum bóluefnum þarf yfirleitt að fara í gegnum langvarandi próf og frekari tilraunir til að meta virkni og mögulega fylgikvilla. Yfirvöld í Rússlandi hafa samþykkt bóluefni sem hefur ekki farið í gegnum slíkt ferli. Janet Woodcock, háttsettur embættismaður í Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna, segir umrædd lyf vera mjög efnileg og að þau gætu verið aðgengileg tiltölulega fljótt. Hún sagði að niðurstöður í lykilprófunum lægju líklega fyrir í haust. Eitt lyfjafyrirtæki í Bandaríkjunum er þegar byrjað að framleiða sitt lyf og hafa forsvarsmenn þess því veðjað á jákvæðar niðurstöður úr þessum prófunum. Með því að eiga góðar birgðir af lyfjunum þegar grænt ljós berst frá yfirvöldum verði hægt að koma því á markað mjög fljótt. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Þegar enn eru margir mánuðir í að bóluefni líti dagsins ljós, víðast hvar í heiminum, eru lyfjafyrirtæki að snúa sér að öðrum vörnum gegn Covid-19. Verið er að þróa sérstök lyf sem koma mótefni við Covid-19 í líkama sýktra, án þess að þurfa að þjálfa ónæmiskerfi þeirra til að mynda mótefnið. Í grófum dráttum, þá eru mótefni prótein sem líkaminn myndar þegar sýking á sér stað. Þau binda sig við vírusa og hjálpa til við að eyða þeim. Bóluefni plata líkamann til framleiða þessi mótefni og læra það ef raunveruleg veira berst í líkamann. EIns og segir í frétt AP fréttaveitunnar getur það tekið svolítinn tíma að mynda mótefni eftir að sýking á sér stað. Nú er verið þróa lyf sem innihalda stóra skammta af mótefnum gegn Covid-19. Þannig vonist vísindamenn til að geta boðið fólki tímabundið ónæmi gegn sjúkdómum en talið er að lyfin gætu virkað í mánuð eða lengur. Lyfin gætu til að mynda reynst heilbrigðisstarfsfólki og öðrum sem vinna og búa við miklar smitlíkur vel. Ef lyfin reynast vel og það dregst úr þróun góðra bóluefna væri hægt að auka notkun lyfjanna. Einnig notuð til lækninga Auk þess að vonast sé til þess að búa til tímabundið ónæmi með lyfjunum er verið að rannsaka hvernig þau nýtast í meðferð handa þeim sem þegar hafa smitast af veirunni. Hvort lyfin dragi úr áhrifum sýkingarinnar og komi jafnvel í veg fyrir dauða. „Vonin er að finna fólk á fyrstu viku veikinda og að við getum læknað þau með mótefnum og komið í veg fyrir að þau verði veik,“ sagði Marshall Lyon, vísindamaður sem vinnur að þróun mótefnalyfs í Atlanta í Bandaríkjunum. Vísindamenn um heim allan vinna nú að því að þróa bóluefni gegn Covid-19. Sjúkdómurinn hefur þegar dregið minnst 744.311 til dauða, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans. Til að ljúka slíkum bóluefnum þarf yfirleitt að fara í gegnum langvarandi próf og frekari tilraunir til að meta virkni og mögulega fylgikvilla. Yfirvöld í Rússlandi hafa samþykkt bóluefni sem hefur ekki farið í gegnum slíkt ferli. Janet Woodcock, háttsettur embættismaður í Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna, segir umrædd lyf vera mjög efnileg og að þau gætu verið aðgengileg tiltölulega fljótt. Hún sagði að niðurstöður í lykilprófunum lægju líklega fyrir í haust. Eitt lyfjafyrirtæki í Bandaríkjunum er þegar byrjað að framleiða sitt lyf og hafa forsvarsmenn þess því veðjað á jákvæðar niðurstöður úr þessum prófunum. Með því að eiga góðar birgðir af lyfjunum þegar grænt ljós berst frá yfirvöldum verði hægt að koma því á markað mjög fljótt.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent