Erlent

Stöðva samgöngur vegna Wuhan-veirunnar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Íbúi Wuhan-borgar, klæddur andlitsgrímu. Viðbúnaður vegna veirunnar er mikill.
Íbúi Wuhan-borgar, klæddur andlitsgrímu. Viðbúnaður vegna veirunnar er mikill. Vísir/Getty

Stjórnvöld í kínversku milljónaborginni Wuhan, sem ný tegund af kórónaveiru sem hefur ekki fundist í manneskjum fyrr en nú er kennd við, hafa ákveðið að stöðva samgöngur út úr borginni, með það fyrir augum að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar.

Í frétt BBC af málinu kemur fram að strætó, lesta-, flug- og ferjuferðum verði aflýst frá klukkan tíu að morgni 23. janúar, að staðartíma.

Veiran hefur nú orðið 17 manns að bana, en alls hefur tekist að staðfesta 440 smit í fólki.

Yfirvöld Kína hafa rakið veiruna til fiskmarkaðar í borginni Wuhan. Þar munu sölumenn hafa selt lifandi og villt dýr með ólögmætum hætti, auk þess að selja fiskafurðir. Uppruni veirunnar hefur þó ekki verið staðfestur.

Veiran hefur greinst í Kína, Taílandi, Taívan, Suður-Kóreu, Japan og Bandaríkjunum. Allir sem smitast hafa utan Kína ferðuðust nýverið til Wuhan. Vitað er til þess að minnst 2.197 manns hafa komist í tæri við fólk sem hefur smitast. Ekki er talið að nokkur aðili hafi smitað fleiri en tíu aðra, en slíkir aðilar kallast „ofursmitarar“.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.