Enski boltinn

„Strákarnir hafa gert frábærlega á þessu tímabili en þetta var ekki nógu gott“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Norðmaðurinn gefur bendingar á hliðarlínunni gegn Burnley.
Norðmaðurinn gefur bendingar á hliðarlínunni gegn Burnley. vísir/getty

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, var niðurlútur eftir tapið fyrir Burnley, 0-2, á Old Trafford í kvöld.

„Það er margt sem ég er að hugsa um. Á tíma fannst mér við opna þá en nýttum ekki tækifærin. En við verðum að viðurkenna að þetta er ekki nógu gott,“ sagði Solskjær eftir leik.

„Burnley skoraði eitt undramark og annað mark eins og þeir skora alltaf. Það er svekkjandi þegar þú stjórnar leiknum en vantar herslumuninn til að skora. Við áttum ekki svar þegar þeir skoruðu.“

Þrátt fyrir misjafnt gengi í vetur stendur Solskjær þétt við bakið á sínum mönnum.

„Leikmennirnir gefa allt í þetta. Þeir hafa gert frábærlega á þessu tímabili en þeir vita að þetta var ekki nógu gott í kvöld,“ sagði Solskjær.

„Strákarnir virkuðu andlega þreyttir undir lokin. Við vorum ekki nógu skapandi. Við megum ekki vorkenna sjálfum okkur. Það eru forréttindi að spila fyrir Manchester United. Stundum gefur á bátinn og ég fullviss um að þeir komast í gegnum þetta.“


Tengdar fréttir

Burnley sótti sigur á Old Trafford

Manchester United mistókst að minnka forskot Chelsea í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið tók á móti Burnley.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.