Burnley sótti sigur á Old Trafford

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rodriguez fagnar glæsimarki sínu.
Rodriguez fagnar glæsimarki sínu. vísir/getty

Burnley vann 0-2 útisigur á Manchester United í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Jóhann Berg Guðmundsson er enn frá vegna meiðsla hjá Burnley sem er komið upp í 13. sæti deildarinnar eftir tvo sigra í röð.

United er hins vegar áfram í 5. sætinu með 34 stig, sex stigum á eftir Chelsea sem er í 4. sæti deildarinnar.

Chris Wood kom Burnley yfir á 39. mínútu eftir aukaspyrnu og skalla fyrirliðans Bens Mee.

Á 56. mínútu kom Jay Rodriguez Burnley í 0-2 með frábæru skoti í slá og inn.

Fleiri urðu mörkin ekki og Burnley fagnaði góðum sigri.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.