Wuhan-veiran breiðist hraðar út en áður og einkennalausir smita Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. janúar 2020 14:05 Hermaður tekur við sjúkragögnum í Wuhan. Vísir/EPA Fólk sem smitast af Wuhan-veirunni svokölluðu, nýs afbrigðis af kórónaveiru, getur smitað aðra af veirunni áður en einkenni koma fram. Þetta gerir það að verkum að erfiðara er að halda útbreiðslu veirunnar í skefjum. Þá virðist veiran jafnframt vera að breiðast hraðar út en áður, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. Fimmtíu og sex eru nú látnir af völdum Wuhan-veirunnar og um tvö þúsund manns hafa smitast af henni, langflestir í Kína þar sem hún á upptök sín. Veiran getur valdið alvarlegum lungnasýkingum og einkenni eru m.a. kvef, hósti og hiti. Í yfirlýsingu frá kínverskum yfirvöldum segir m.a. að öll sala á villtum dýrum verði bönnum í Kína frá og með deginum í dag. Talið er að veiran eigi upptök sín í dýrum, nánar tiltekið á matarmarkaði í borginni Wuhan, en ekkert hefur þó verið staðfest í þeim efnum. Þá hefur nú verið staðfest að meðgöngutími veirunnar í mönnum, þ.e. tíminn frá smiti og þar til einkenni koma fram, er á bilinu einn til fjórtán dagar. Á þessu tímabili er fólk því ekki endilega meðvitað um að það hafi smitast af veirunni en getur um leið smitað aðra af henni. Ma Xiaowei, heilbrigðisráðherra Kína.Vísir/EPA Í greiningu fréttamanns BBC, sem fjallar um heilbrigðismál, segir að um sé að ræða ákveðinn vendipunkt. Nú sé ljóst að veiran sé frábrugðin ebólu og Sars-veirunni, kórónaveiruafbrigði sem dró hundruð sjúklinga til dauða í Kína árið 2003, að því leyti að þær síðarnefndu smitast aðeins eftir að einkenni koma fram. Í yfirlýsingu kínverskra heilbrigðisyfirvalda segir jafnframt að merki séu um að smithættan sé að aukast. „Í tilfelli þessarar nýju kórónaveiru höfum við ekki fundið upptök smits og við höfum ekki komist til botns í því hvort hætta er á stökkbreytingu [veirunnar] eða hvernig hún berst manna á milli. Þar sem þetta er ný kórónaveira gætu orðið breytingar á komandi dögum og vikum, og hættan sem steðjar að fólki á mismunandi aldri [af veirunni] er einnig að breytast.“ Veiran hefur haft víðtæk áhrif í Kína. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum og samgöngur hafa víða verið lagðar niður til að hefta útbreiðslu hennar. Á annan tug tilfella hafa greinst utan Kína, þar á meðal í Frakklandi, Bandaríkjunum og Ástralíu. Á Íslandi er unnið eftir samhæfingaráætlun sem varðar farþega á Keflavíkurflugvelli og heilbrigðiskerfið. Ekki hefur verið lýst yfir óvissuástandi vegna veirunnar enda enginn grunur um að smit hafi komið upp hér á landi. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lýsa yfir neyðarástandi í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar Heilbrigðisyfirvöld í borginni hafa staðfest fimm tilfelli þar sem fólk hefur greinst með umrædda veiru og eru 122 aðrir grunaðir um að hafa smitast af veirunni. 25. janúar 2020 14:14 Wuhan-veiran vekur upp slæmar minningar um Sars-faraldurinn Rúmlega 40 eru látnir og um fjórtán hundruð smitaðir á heimsvísu af WUHAN-veirunni svokölluðu. Faraldurinn hefur haft víðtæk áhrif á Kína þar sem þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum til að hefta úbreiðslu. 25. janúar 2020 18:30 Fleiri dauðsföll, annar neyðarspítali og „alvarlegt“ ástand Alls hafa nú 56 látist af völdum Wuhan-veirunnar, nýs afbrigðis af kórónaveiru. 26. janúar 2020 07:34 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Fólk sem smitast af Wuhan-veirunni svokölluðu, nýs afbrigðis af kórónaveiru, getur smitað aðra af veirunni áður en einkenni koma fram. Þetta gerir það að verkum að erfiðara er að halda útbreiðslu veirunnar í skefjum. Þá virðist veiran jafnframt vera að breiðast hraðar út en áður, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. Fimmtíu og sex eru nú látnir af völdum Wuhan-veirunnar og um tvö þúsund manns hafa smitast af henni, langflestir í Kína þar sem hún á upptök sín. Veiran getur valdið alvarlegum lungnasýkingum og einkenni eru m.a. kvef, hósti og hiti. Í yfirlýsingu frá kínverskum yfirvöldum segir m.a. að öll sala á villtum dýrum verði bönnum í Kína frá og með deginum í dag. Talið er að veiran eigi upptök sín í dýrum, nánar tiltekið á matarmarkaði í borginni Wuhan, en ekkert hefur þó verið staðfest í þeim efnum. Þá hefur nú verið staðfest að meðgöngutími veirunnar í mönnum, þ.e. tíminn frá smiti og þar til einkenni koma fram, er á bilinu einn til fjórtán dagar. Á þessu tímabili er fólk því ekki endilega meðvitað um að það hafi smitast af veirunni en getur um leið smitað aðra af henni. Ma Xiaowei, heilbrigðisráðherra Kína.Vísir/EPA Í greiningu fréttamanns BBC, sem fjallar um heilbrigðismál, segir að um sé að ræða ákveðinn vendipunkt. Nú sé ljóst að veiran sé frábrugðin ebólu og Sars-veirunni, kórónaveiruafbrigði sem dró hundruð sjúklinga til dauða í Kína árið 2003, að því leyti að þær síðarnefndu smitast aðeins eftir að einkenni koma fram. Í yfirlýsingu kínverskra heilbrigðisyfirvalda segir jafnframt að merki séu um að smithættan sé að aukast. „Í tilfelli þessarar nýju kórónaveiru höfum við ekki fundið upptök smits og við höfum ekki komist til botns í því hvort hætta er á stökkbreytingu [veirunnar] eða hvernig hún berst manna á milli. Þar sem þetta er ný kórónaveira gætu orðið breytingar á komandi dögum og vikum, og hættan sem steðjar að fólki á mismunandi aldri [af veirunni] er einnig að breytast.“ Veiran hefur haft víðtæk áhrif í Kína. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum og samgöngur hafa víða verið lagðar niður til að hefta útbreiðslu hennar. Á annan tug tilfella hafa greinst utan Kína, þar á meðal í Frakklandi, Bandaríkjunum og Ástralíu. Á Íslandi er unnið eftir samhæfingaráætlun sem varðar farþega á Keflavíkurflugvelli og heilbrigðiskerfið. Ekki hefur verið lýst yfir óvissuástandi vegna veirunnar enda enginn grunur um að smit hafi komið upp hér á landi.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lýsa yfir neyðarástandi í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar Heilbrigðisyfirvöld í borginni hafa staðfest fimm tilfelli þar sem fólk hefur greinst með umrædda veiru og eru 122 aðrir grunaðir um að hafa smitast af veirunni. 25. janúar 2020 14:14 Wuhan-veiran vekur upp slæmar minningar um Sars-faraldurinn Rúmlega 40 eru látnir og um fjórtán hundruð smitaðir á heimsvísu af WUHAN-veirunni svokölluðu. Faraldurinn hefur haft víðtæk áhrif á Kína þar sem þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum til að hefta úbreiðslu. 25. janúar 2020 18:30 Fleiri dauðsföll, annar neyðarspítali og „alvarlegt“ ástand Alls hafa nú 56 látist af völdum Wuhan-veirunnar, nýs afbrigðis af kórónaveiru. 26. janúar 2020 07:34 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Lýsa yfir neyðarástandi í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar Heilbrigðisyfirvöld í borginni hafa staðfest fimm tilfelli þar sem fólk hefur greinst með umrædda veiru og eru 122 aðrir grunaðir um að hafa smitast af veirunni. 25. janúar 2020 14:14
Wuhan-veiran vekur upp slæmar minningar um Sars-faraldurinn Rúmlega 40 eru látnir og um fjórtán hundruð smitaðir á heimsvísu af WUHAN-veirunni svokölluðu. Faraldurinn hefur haft víðtæk áhrif á Kína þar sem þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum til að hefta úbreiðslu. 25. janúar 2020 18:30
Fleiri dauðsföll, annar neyðarspítali og „alvarlegt“ ástand Alls hafa nú 56 látist af völdum Wuhan-veirunnar, nýs afbrigðis af kórónaveiru. 26. janúar 2020 07:34