Erlent

Þykk þoka nefnd sem líklegur sökudólgur

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fjölmargir hafa minnst Kobe Bryant
Fjölmargir hafa minnst Kobe Bryant Vísir/AP

Talið er líklegt að rannsókn á þyrluslysinu sem dró körfuboltastjörnuna Kobe Bryant, dóttur hans og sjö aðra til dauða muni einkum beinast að veðuraðstæðum sem voru fyrir hendi þegar slysið varð. Þykk þoka lá yfir svæðinu. Reuters greinir frá.

Sikorsky S-76 þyrla með níu innanborðs fórst í hlíðum rétt fyrir utan bæinn Calabras í Kaliforníu í gær, um 65 kílómetrum frá miðbæ Los Angeles.

Rannsakendur frá Samgönguslysanefnd Bandaríkjanna og flugmálayfirvöldum þar í landi hafa þegar hafið sitt hvora rannsóknina á slysinu. Sem fyrr segir er talið að rannsókn opinberra aðila muni einkum beinast að þokunni sem var á svæðinu í gær.

Sjá einnig:Ferill Kobe í máli og myndum

Var þokan meðal annars það þykk að lögreglyfirvöld í Los Angeles hleyptu þyrlum sínum ekki í lofti að morgni slysdagsins.

Hjón og eitt barna þeirra meðal þeirra látnu

Í frétt LA Times  um slysið er rætt við þyrluflugmann sem vanur var að fljúga með Bryant, sem sagður er gjarnan hafa nýtt sér þyrluflug til að sleppa við mikla umferð í Los Angeles.



Frá slysstað.Vísir/AP

Sagði flugmaðurinn að miðað við þau gögn sem hann hafi séð og fréttaflutning af málinu að ólíklegt væri að einhvers konar bilun hafi orðið til þess að slysið varð. Taldi hann líklegra að slæmar veðuraðstæður hafi orsakað slysið.

Í frétt LA Times er einnig greint frá því að körfuboltaþjálfarinn John Altobelli, eiginkona hans Keri Altobelli og 13 ára dóttir þeirra, Alyssa, hafi einnig látist í slysinu. Þá hefur eiginmaður körfuboltaþjálfarans Christina Mauser staðfest að hún hafi einnig látist í slysinu.

Aðir hafa ekki verið nafngreindir en lögregluyfirvöld í Los Angeles að það muni líklega taka nokkra daga að koma jarðneskum leifum þeirra sem fórust í slysinu af slysstað.


Tengdar fréttir

Michael Jordan um Kobe Bryant: Hann var eins og litli bróðir minn

Nær allir sem hafa eitthvað með NBA-deildina að gera, fyrr eða síðar, hafa gefið sér tíma til að minnast Kobe Bryant sem lést í þyrluslysi í gær. Michael Jordan, maðurinn sem Kobe Bryant var alltaf borinn saman við, var einn af þeim og hann minntist Kobe með hjartnæmum orðum.

Kobe Bryant lést í þyrluslysi

Bandaríski körfuboltamaðurinn Kobe Bryant er látinn að sögn fjölmiðla vestanhafs. Bandarískir fjölmiðlar segja hann hafa látist í þyrluslysi í Calabasas í Kaliforníu í morgun.

Ferill Kobe Bryant í máli og myndum

Kobe Bryant, einn magnaðasti íþróttamaður og karakter íþróttasögunnar, er látinn. Í greininni verður reynt að gera ótrúlegum íþróttaferli Kobe mannsæmandi skil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×