Erlent

Þrettán ára dóttir Kobe Bryant lést einnig í slysinu

Sylvía Hall skrifar
Feðginin saman á leik LA Lakers og Atlanta Hawks í nóvember á síðasta ári.
Feðginin saman á leik LA Lakers og Atlanta Hawks í nóvember á síðasta ári. Vísir/Getty

Gianna Maria-Onore Bryant, dóttir körfuboltamannsins Kobe Brant, er sögð vera á meðal þeirra sem létust í þyrluslysi í Los Angeles í dag. Gianna, oftast kölluð Gigi, var þrettán ára gömul.

Þetta kemur fram á vef TMZ þar sem segir jafnframt að þau hafi verið á leið á körfuboltaleik í Mamba akademíunni nærri Thousand Oaks í norðvesturhluta Los Angeles. Þá eru þau sögð hafa verið með öðrum leikmanni í liði Giönnu ásamt foreldri.Myndband af feðginunum hefur farið í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem þau sjást saman á körfuboltaleik. Þar sjást þau ræða leikinn af miklum áhuga en Gianna var mikill áhugamaður um körfubolta, líkt og faðir sinn.Fimm létust í slysinu, þar á meðal Kobe Bryant sjálfur og Gianna.

Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs voru aðrir fjölskyldumeðlimir ekki í þyrlunni en Bryant á þrjár aðrar dætur með eiginkonu sinni Vanessu, þær Nataliu, Biönku og Capri. Sú yngsta er aðeins sjö mánaða gömul.


Tengdar fréttir

Kobe Bryant lést í þyrluslysi

Bandaríski körfuboltamaðurinn Kobe Bryant er látinn að sögn fjölmiðla vestanhafs. Bandarískir fjölmiðlar segja hann hafa látist í þyrluslysi í Calabasas í Kaliforníu í morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.