Körfubolti

Til­finninga­þrungið við­tal við Doc Rivers um ör­lög Kobe

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Doc Rivers í viðtalinu í gær.
Doc Rivers í viðtalinu í gær. Getty/Michael Reaves

Doc Rivers átti mjög erfitt með sig og barðist við tárin í sjónvarpsviðtali fyrir leik Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í nótt. Ástæðan var fréttirnar af dauða Kobe Bryant og dóttur hans i þyrluslysi.

Doc Rivers fékk fréttirnar af örlögum Kobe Bryant fyrir leik síns liðs en eins og margir tengdir NBA deildinni þá beið þeirra að fara spila leik seinna um kvöldið. Rivers hitti blaðamenn fyrir leikinn.

Doc Rivers var við það að brotna niður í viðtalinu og rödd hans var brotin. „Ég hef eiginlega ekki mikið að segja á þessari stundu. Þessar fréttir eru reiðarslag fyrir alla sem þekktu hann og ég þekkti hann í langan tíma,“ sagði Doc Rivers á meðan hann barðist við tárin.

„Hann skipti mig augljóslega mjög miklu máli og var frábær andstæðingur en það er það sem þú vilt í íþróttum. Hann var með erfðaefni (DNA) sem mjög fáir íþróttamenn búa yfir eða aðeins menn eins og Tiger Woods og Michael Jordan,“ sagði Doc Rivers.

„Ég hef kynnst honum betur eftir að hann lagði skóna á hilluna. Þetta eru auðvitað hryllilegar fréttir fyrir Vanessu og fjölskyldu hans en hann snerti svo marga. Ég sé það á viðbrögðum ungu leikmanna minna, og hversu mikil áhrif þessar fréttir höfðu á þá, hversu hann náði að snerta marga,“ sagði Rivers.

„Þessar fréttir eru mikið áfall fyrir okkur öll og því miður hef ég ekki mikið að segja. Ég þarf að fara að tala við liðið mitt og segja þeim að fara að spila leik,“ sagði Doc Rivers um leið og tilfinningar hans tóku yfir.

Það má sjá þetta rosalega viðtal hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir

Michael Jordan um Kobe Bryant: Hann var eins og litli bróðir minn

Nær allir sem hafa eitthvað með NBA-deildina að gera, fyrr eða síðar, hafa gefið sér tíma til að minnast Kobe Bryant sem lést í þyrluslysi í gær. Michael Jordan, maðurinn sem Kobe Bryant var alltaf borinn saman við, var einn af þeim og hann minntist Kobe með hjartnæmum orðum.

Ferill Kobe Bryant í máli og myndum

Kobe Bryant, einn magnaðasti íþróttamaður og karakter íþróttasögunnar, er látinn. Í greininni verður reynt að gera ótrúlegum íþróttaferli Kobe mannsæmandi skil.

Íslendingar minnast Kobe

Andlát Kobe Bryant hefur snert við mörgum Íslendingum og ljóst er að þessi magnaði íþróttamaður hefur haft mikil áhrif á íþróttalíf, þá sérstaklega körfubolta, hér á landi undanfarin ár.

Kobe Bryant minnst með aðdáun og sorg í hjarta

Skelfilegar fréttir af andláti Kobe Bryant, eins merkasta íþróttamanns sögunnar, hefur sett fólk algjörlega út af sporinu nú í kvöld. Fólk hvaðan að úr heiminum minnist stórstjörnunnar á samfélagsmiðlum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.