Fékk útborgað í andlitsgrímum og dreifði til þeirra sem þurfa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. janúar 2020 14:26 Algeng sjón í Kína um þessar mundir. AP/Vincent Yu Það virðist engan bilbug vera að finna á íbúum í Wuhan í Kína þrátt fyrir að þar hafi fjölmargir veikst vegna kórónaveirunnar. Myndbönd af samfélagsmiðlum sýna íbúa kalla stuðningsóp úr íbúðum sínum. Fullvíst er talið að veiran eigi uppruna sinn í Wuhan í Hubei-héraði og eru flestir hinna smituðu búsettir þar. Ríflega 100 hafa látist vegna veirunnarog og um 4.500 smitast vegna veirunnar, sem einnig hefur dreift sér til Bandaríkjanna og Evrópu.Íbúar Wuhan hafa verið hvattir til að halda sig innandyra til þess að minnka líkurnar á því að veiran dreifi sér enn frekar.Á myndbandi sem BBCtók saman má sjá hvernig íbúar í blokkarhverfi í Wuhan kalla stuðningsóp sín á milli.Heyra má íbúana kalla „Wuhan jiayou“ sem þýða mætti lauslega sem „Áfram Wuhan“ eða „Vertu sterk, Wuhan“. Þessi frasi hefur einnig verið endurtekinn sí og æ á samfélagsmiðlum í Kína og virðist hann vera orðinn að einhvers konar slagorði til stuðnings íbúum Wuhan. Í frétt BBC eru fréttir af góðverkum í tengslum við veiruna raktar. Er þar meðal annars sagt frá manni sem var nýbúinn að stofna veitingastað í Wuhan þegar veirusmitið braust út. Var hann í áfalli þar sem engir viðskiptavinir komu á veitingastaðinn. En í stað þess að vera heima og kvarta ákvað hann að nýta matinn sem til var á veitingastaðnum til að útbúa 200 hádegisverði handa heilbrigðisstarfsfólki á Xiehe-spítala í borginni.Þá er einnig sagt frá manni í nærliggjandi héraði sem hafi unnið í andlitsgrímuverksmiðju á síðasta ári. Hann hætti hins vegar störfum á síðasta ári. Fyrirtækið hafði ekki efni á því að greiða honum laun en gerði upp skuldina með því að greiða manninum 15 þúsund andlitsgrímur.Grímurnar eru skyndilega orðnar verðmætar,líkt og dæmi hér á landi sýna.Í stað þess að selja grímurnar ákvað maðurinn hins vegar að gefa þær til þeirra sem á þeim þurfi að halda, í von um að með þeim takist að minnka líkurnar á því að kórónaveiran breiðist enn frekar út. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20 Loka á lestar- og ferjusamgöngur milli Hong Kong og meginlandsins Stjörnvöld í Hong Kong hafa ákveðið að grípa til aðgerða til að reyna að hefta útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 28. janúar 2020 10:20 Lýsa yfir óvissustigi vegna kórónaveirunnar Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveirunnar. Ekkert smit hefur verið staðfest á Íslandi. 27. janúar 2020 13:05 Íslendingarnir á Alicante ekki með Wuhan-veiru Greint var frá því í gær að grunur væri um að fólkið hefði smitast af Wuhan-kórónaveiru. 28. janúar 2020 09:36 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Fleiri fréttir Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Sjá meira
Það virðist engan bilbug vera að finna á íbúum í Wuhan í Kína þrátt fyrir að þar hafi fjölmargir veikst vegna kórónaveirunnar. Myndbönd af samfélagsmiðlum sýna íbúa kalla stuðningsóp úr íbúðum sínum. Fullvíst er talið að veiran eigi uppruna sinn í Wuhan í Hubei-héraði og eru flestir hinna smituðu búsettir þar. Ríflega 100 hafa látist vegna veirunnarog og um 4.500 smitast vegna veirunnar, sem einnig hefur dreift sér til Bandaríkjanna og Evrópu.Íbúar Wuhan hafa verið hvattir til að halda sig innandyra til þess að minnka líkurnar á því að veiran dreifi sér enn frekar.Á myndbandi sem BBCtók saman má sjá hvernig íbúar í blokkarhverfi í Wuhan kalla stuðningsóp sín á milli.Heyra má íbúana kalla „Wuhan jiayou“ sem þýða mætti lauslega sem „Áfram Wuhan“ eða „Vertu sterk, Wuhan“. Þessi frasi hefur einnig verið endurtekinn sí og æ á samfélagsmiðlum í Kína og virðist hann vera orðinn að einhvers konar slagorði til stuðnings íbúum Wuhan. Í frétt BBC eru fréttir af góðverkum í tengslum við veiruna raktar. Er þar meðal annars sagt frá manni sem var nýbúinn að stofna veitingastað í Wuhan þegar veirusmitið braust út. Var hann í áfalli þar sem engir viðskiptavinir komu á veitingastaðinn. En í stað þess að vera heima og kvarta ákvað hann að nýta matinn sem til var á veitingastaðnum til að útbúa 200 hádegisverði handa heilbrigðisstarfsfólki á Xiehe-spítala í borginni.Þá er einnig sagt frá manni í nærliggjandi héraði sem hafi unnið í andlitsgrímuverksmiðju á síðasta ári. Hann hætti hins vegar störfum á síðasta ári. Fyrirtækið hafði ekki efni á því að greiða honum laun en gerði upp skuldina með því að greiða manninum 15 þúsund andlitsgrímur.Grímurnar eru skyndilega orðnar verðmætar,líkt og dæmi hér á landi sýna.Í stað þess að selja grímurnar ákvað maðurinn hins vegar að gefa þær til þeirra sem á þeim þurfi að halda, í von um að með þeim takist að minnka líkurnar á því að kórónaveiran breiðist enn frekar út.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20 Loka á lestar- og ferjusamgöngur milli Hong Kong og meginlandsins Stjörnvöld í Hong Kong hafa ákveðið að grípa til aðgerða til að reyna að hefta útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 28. janúar 2020 10:20 Lýsa yfir óvissustigi vegna kórónaveirunnar Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveirunnar. Ekkert smit hefur verið staðfest á Íslandi. 27. janúar 2020 13:05 Íslendingarnir á Alicante ekki með Wuhan-veiru Greint var frá því í gær að grunur væri um að fólkið hefði smitast af Wuhan-kórónaveiru. 28. janúar 2020 09:36 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Fleiri fréttir Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Sjá meira
Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20
Loka á lestar- og ferjusamgöngur milli Hong Kong og meginlandsins Stjörnvöld í Hong Kong hafa ákveðið að grípa til aðgerða til að reyna að hefta útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 28. janúar 2020 10:20
Lýsa yfir óvissustigi vegna kórónaveirunnar Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveirunnar. Ekkert smit hefur verið staðfest á Íslandi. 27. janúar 2020 13:05
Íslendingarnir á Alicante ekki með Wuhan-veiru Greint var frá því í gær að grunur væri um að fólkið hefði smitast af Wuhan-kórónaveiru. 28. janúar 2020 09:36