Erlent

Sendi á­kærur á hendur Trump form­lega til með­ferðar hjá öldunga­deildinni

Atli Ísleifsson skrifar
Mitch McConnell og Nancy Pelosi.
Mitch McConnell og Nancy Pelosi. Getty

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings sendi í nótt ákærur á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta formlega til meðferðar hjá öldungadeildinni sem mun nú stofna til réttarhalda yfir forsetanum sem sakaður er um brot í starfi.

Trump er sakaður um að hafa misnotað vald sitt og fyrir að standa í vegi fyrir því að þingið geti starfað með eðlilegum hætti. Samþykkt var að senda ákærurnar af 228 þingmönnum fulltrúadeildarinnar en 193 voru á móti.

Nú kemur til kasta öldungadeildarinnar, sem stjórnað er af Repúblikönum, að ákveða hvort forsetinn verði sakfelldur og honum vikið úr embætti. Afar ólíklegt verður að teljast að sú verði raunin.

Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, segir að réttarhöldin hefjist næstkomandi þriðjudag.

Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í gær hvaða þingmenn munu flytja mál þingsins gegn Trump í öldungadeildinni. Eru það þeir Adam Schiff, Jerry Nadler, Zoe Lofgren, Hakeem Jeffries, Jason Crow, Val Demings og Sylvia Garcia.


Tengdar fréttir

Búið að tilkynna hverjir flytja málið gegn Trump

Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag hvaða þingmenn munu flytja mál þingsins gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í öldungadeildinni, þar sem nokkurs konar réttarhöld munu fara fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×