Enski boltinn

Agüero ekki með gegn Lyon

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sergio Agüero meiddist á hné í leik Manchester City og Burnley í ensku úrvalsdeildinni 22. júní.
Sergio Agüero meiddist á hné í leik Manchester City og Burnley í ensku úrvalsdeildinni 22. júní. getty/Michael Regan

Sergio Agüero getur ekki leikið með Manchester City þegar liðið mætir Lyon í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Agüero gekkst undir aðgerð á hné í júní og er ekki enn búinn að jafna sig. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, sagði að hann myndi ekki spila í kvöld og óvíst hvort hann yrði með í framhaldinu, ef City vinnur Lyon. 

Agüero fór í aðgerðina í Barcelona og er enn þar í borg í endurhæfingu. Ef City sigrar Lyon á morgun mætir liðið Bayern München í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn. 

Líkt og allir leikirnir í átta liða úrslitunum fara undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikirnir í Meistaradeildinni fram í Lissabon.

Agüero hefur aðeins leikið þrjá leiki í Meistaradeildinni á þessu tímabili og skorað tvö mörk. Argentínski framherjinn hefur skorað 23 mörk í 32 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu.

Gabriel Jesus var í byrjunarliði City í báðum leikjunum gegn Real Madrid í sextán liða úrslitunum og heldur væntanlega sæti sínu gegn Lyon annað kvöld.

Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Lissabon 23. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.