Kurz og Græningjar náðu saman Atli Ísleifsson skrifar 2. janúar 2020 07:20 Sebastian Kurz og Werner Kogler í morgun. epa Austurríski þjóðarflokkurinn (ÖVP) og Græningjar þar í landi hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir nokkurra mánaða viðræður. Sebastian Kurz, leiðtogi Þjóðarflokksins, mun þar með setjast í stól kanslara á ný. Kurz leiddi stjórn Þjóðarflokksins og Frelsisflokksins, en sú stjórn hrökklaðist frá í maí í kjölfar hneykslismáls sem sneri að leiðtoga Frelsisflokksins. Þingkosningar fóru fram í landinu í september þar sem enginn flokkur hlaut meirihluta. Talsmaður Græningja hefur hins vegar nú staðfest að stjórnarmyndunarviðræður hafi borið ávöxt. Stjórnarsamstarfið hefur verið kallað túrkísgrænt vegna þeirra einkennislita flokkanna, en þetta er í fyrsta sinn sem Þjóðarflokkurinn og Græningjar starfa saman í ríkisstjórn. Werner Kogler, leiðtogi Græningja, segir að Austurríki ætti nú að verða í framvarðasveit ríkja þegar kæmi að baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Kogler mun gegna embætti varakanslara. Stjórnarsáttmáli flokkanna verður kynntur í dag. Þykir líklegt að skattar verði almennt lækkaðir þó að ýmsir umhverfisskattar komi til með að hækka. Austurrískir fjölmiðlar telja að Græningjar komi til með fara með fjögur ráðherraembætti í fimmtán manna ríkisstjórn. Brigitte Bierlein, forseti stjórnlagadómstóls Austurríkis, hefur gegnt embætti kanslara landsins síðustu mánuði. Alexander Van der Bellen forseti skipaði hana til bráðabirgða eftir að ríkisstjórn Þjóðarflokksins og Frelsisflokksins hrökklaðist frá völdum. Þjóðarflokkurinn fékk 37 prósent atkvæða í kosningunum í september og Græningjar fjórtán. Austurríki Tengdar fréttir Strache til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara Saksóknari í Austurríki sem sérhæfir sig í spillingarmálum hefur hafið rannsókn á gjörðum fyrrverandi varakanslara landsins. 13. júní 2019 18:18 Fyrsta konan til að gegna kanslaraembætti Forseti stjórnlagadómstóls Austurríkis hefur verið skipuð kanslari landsins til bráðabirgða. 30. maí 2019 14:10 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Austurríski þjóðarflokkurinn (ÖVP) og Græningjar þar í landi hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir nokkurra mánaða viðræður. Sebastian Kurz, leiðtogi Þjóðarflokksins, mun þar með setjast í stól kanslara á ný. Kurz leiddi stjórn Þjóðarflokksins og Frelsisflokksins, en sú stjórn hrökklaðist frá í maí í kjölfar hneykslismáls sem sneri að leiðtoga Frelsisflokksins. Þingkosningar fóru fram í landinu í september þar sem enginn flokkur hlaut meirihluta. Talsmaður Græningja hefur hins vegar nú staðfest að stjórnarmyndunarviðræður hafi borið ávöxt. Stjórnarsamstarfið hefur verið kallað túrkísgrænt vegna þeirra einkennislita flokkanna, en þetta er í fyrsta sinn sem Þjóðarflokkurinn og Græningjar starfa saman í ríkisstjórn. Werner Kogler, leiðtogi Græningja, segir að Austurríki ætti nú að verða í framvarðasveit ríkja þegar kæmi að baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Kogler mun gegna embætti varakanslara. Stjórnarsáttmáli flokkanna verður kynntur í dag. Þykir líklegt að skattar verði almennt lækkaðir þó að ýmsir umhverfisskattar komi til með að hækka. Austurrískir fjölmiðlar telja að Græningjar komi til með fara með fjögur ráðherraembætti í fimmtán manna ríkisstjórn. Brigitte Bierlein, forseti stjórnlagadómstóls Austurríkis, hefur gegnt embætti kanslara landsins síðustu mánuði. Alexander Van der Bellen forseti skipaði hana til bráðabirgða eftir að ríkisstjórn Þjóðarflokksins og Frelsisflokksins hrökklaðist frá völdum. Þjóðarflokkurinn fékk 37 prósent atkvæða í kosningunum í september og Græningjar fjórtán.
Austurríki Tengdar fréttir Strache til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara Saksóknari í Austurríki sem sérhæfir sig í spillingarmálum hefur hafið rannsókn á gjörðum fyrrverandi varakanslara landsins. 13. júní 2019 18:18 Fyrsta konan til að gegna kanslaraembætti Forseti stjórnlagadómstóls Austurríkis hefur verið skipuð kanslari landsins til bráðabirgða. 30. maí 2019 14:10 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Strache til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara Saksóknari í Austurríki sem sérhæfir sig í spillingarmálum hefur hafið rannsókn á gjörðum fyrrverandi varakanslara landsins. 13. júní 2019 18:18
Fyrsta konan til að gegna kanslaraembætti Forseti stjórnlagadómstóls Austurríkis hefur verið skipuð kanslari landsins til bráðabirgða. 30. maí 2019 14:10