Kurz og Græningjar náðu saman Atli Ísleifsson skrifar 2. janúar 2020 07:20 Sebastian Kurz og Werner Kogler í morgun. epa Austurríski þjóðarflokkurinn (ÖVP) og Græningjar þar í landi hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir nokkurra mánaða viðræður. Sebastian Kurz, leiðtogi Þjóðarflokksins, mun þar með setjast í stól kanslara á ný. Kurz leiddi stjórn Þjóðarflokksins og Frelsisflokksins, en sú stjórn hrökklaðist frá í maí í kjölfar hneykslismáls sem sneri að leiðtoga Frelsisflokksins. Þingkosningar fóru fram í landinu í september þar sem enginn flokkur hlaut meirihluta. Talsmaður Græningja hefur hins vegar nú staðfest að stjórnarmyndunarviðræður hafi borið ávöxt. Stjórnarsamstarfið hefur verið kallað túrkísgrænt vegna þeirra einkennislita flokkanna, en þetta er í fyrsta sinn sem Þjóðarflokkurinn og Græningjar starfa saman í ríkisstjórn. Werner Kogler, leiðtogi Græningja, segir að Austurríki ætti nú að verða í framvarðasveit ríkja þegar kæmi að baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Kogler mun gegna embætti varakanslara. Stjórnarsáttmáli flokkanna verður kynntur í dag. Þykir líklegt að skattar verði almennt lækkaðir þó að ýmsir umhverfisskattar komi til með að hækka. Austurrískir fjölmiðlar telja að Græningjar komi til með fara með fjögur ráðherraembætti í fimmtán manna ríkisstjórn. Brigitte Bierlein, forseti stjórnlagadómstóls Austurríkis, hefur gegnt embætti kanslara landsins síðustu mánuði. Alexander Van der Bellen forseti skipaði hana til bráðabirgða eftir að ríkisstjórn Þjóðarflokksins og Frelsisflokksins hrökklaðist frá völdum. Þjóðarflokkurinn fékk 37 prósent atkvæða í kosningunum í september og Græningjar fjórtán. Austurríki Tengdar fréttir Strache til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara Saksóknari í Austurríki sem sérhæfir sig í spillingarmálum hefur hafið rannsókn á gjörðum fyrrverandi varakanslara landsins. 13. júní 2019 18:18 Fyrsta konan til að gegna kanslaraembætti Forseti stjórnlagadómstóls Austurríkis hefur verið skipuð kanslari landsins til bráðabirgða. 30. maí 2019 14:10 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Austurríski þjóðarflokkurinn (ÖVP) og Græningjar þar í landi hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir nokkurra mánaða viðræður. Sebastian Kurz, leiðtogi Þjóðarflokksins, mun þar með setjast í stól kanslara á ný. Kurz leiddi stjórn Þjóðarflokksins og Frelsisflokksins, en sú stjórn hrökklaðist frá í maí í kjölfar hneykslismáls sem sneri að leiðtoga Frelsisflokksins. Þingkosningar fóru fram í landinu í september þar sem enginn flokkur hlaut meirihluta. Talsmaður Græningja hefur hins vegar nú staðfest að stjórnarmyndunarviðræður hafi borið ávöxt. Stjórnarsamstarfið hefur verið kallað túrkísgrænt vegna þeirra einkennislita flokkanna, en þetta er í fyrsta sinn sem Þjóðarflokkurinn og Græningjar starfa saman í ríkisstjórn. Werner Kogler, leiðtogi Græningja, segir að Austurríki ætti nú að verða í framvarðasveit ríkja þegar kæmi að baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Kogler mun gegna embætti varakanslara. Stjórnarsáttmáli flokkanna verður kynntur í dag. Þykir líklegt að skattar verði almennt lækkaðir þó að ýmsir umhverfisskattar komi til með að hækka. Austurrískir fjölmiðlar telja að Græningjar komi til með fara með fjögur ráðherraembætti í fimmtán manna ríkisstjórn. Brigitte Bierlein, forseti stjórnlagadómstóls Austurríkis, hefur gegnt embætti kanslara landsins síðustu mánuði. Alexander Van der Bellen forseti skipaði hana til bráðabirgða eftir að ríkisstjórn Þjóðarflokksins og Frelsisflokksins hrökklaðist frá völdum. Þjóðarflokkurinn fékk 37 prósent atkvæða í kosningunum í september og Græningjar fjórtán.
Austurríki Tengdar fréttir Strache til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara Saksóknari í Austurríki sem sérhæfir sig í spillingarmálum hefur hafið rannsókn á gjörðum fyrrverandi varakanslara landsins. 13. júní 2019 18:18 Fyrsta konan til að gegna kanslaraembætti Forseti stjórnlagadómstóls Austurríkis hefur verið skipuð kanslari landsins til bráðabirgða. 30. maí 2019 14:10 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Strache til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara Saksóknari í Austurríki sem sérhæfir sig í spillingarmálum hefur hafið rannsókn á gjörðum fyrrverandi varakanslara landsins. 13. júní 2019 18:18
Fyrsta konan til að gegna kanslaraembætti Forseti stjórnlagadómstóls Austurríkis hefur verið skipuð kanslari landsins til bráðabirgða. 30. maí 2019 14:10