Misvísandi skilaboð frá Íran Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2020 15:15 Ráðamenn tóku á móti líki Soleimani í Teheran. Vísir/AP Forsvarsmenn herafla Íran segjast geta skotið hundruðum eldflauga til viðbótar við þær þrettán sem skotið var frá Íran á herstöðvar í Írak á aðfaranótt miðvikudags. Hershöfðinginn Amir Ali Hajizadeh, sem leiðir eldflaugasveitir Íran, sagði ríkið einnig hafa beitt tölvuárásum gegn sveitum Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum, samhliða eldflaugaárásunum. Hajizadeh var í viðtali við ríkissjónvarp Íran og hélt hann því fram þar að tugir bandarískra hermanna hefðu fallið og særst í árásunum. Það er ekki rétt, þar sem Bandaríkin, Írak og önnur ríki með hermenn á svæðinu segja enga hafa fallið. Árásir Írana voru gerðar vegna þess að Bandaríkin felldu hershöfðingjann Qasem Soleimani í loftárás í Írak á fimmtudaginn í síðustu viku. Sá stýrði Quds-sveitum íranska byltingarvarða og var einn valdamesti maður landsins. Sú aðgerð var svar við árás sveita hliðhollra Íran á bandaríska sendiráðið í Bagdad, sem var svar við loftárásum Bandaríkjanna við á þær sveitir, sem voru svar við eldflaugaárásum þeirra sveita á herstöðvar þar sem bandarískir hermenn halda til. Rætur þessarar auknu spennu má að miklu leyti rekja til þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, dró Bandaríkin frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. Það var gert á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Íran. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Íran að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Trump rifti því og beitti Íran umfangsmiklum refsiaðgerðum og þvingunum með því markmiði að þvinga forsvarsmenn Íran til að setjast aftur við samningaborðið og semja á nýjan leik. Þessar aðgerðir höfðu veruleg áhrif á efnahag Íran og lýstu Íranar þeim sem „efnahagslegum hernaði“. Stigu frá brúninni Trump sagði í kjölfar árásanna að hann ætlaði sér ekki að gera frekari árásir á Íran. Hins vegar yrðu lagðar nýjar viðskiptaþvinganir á Íran, ofan á þær sem þegar eru til staðar og hafa komið verulega niður á efnahagi landsins. Svo virðist sem báðir aðilar hafi ákveðið að taka skref aftur á bak í deilum þeirra en hótanirnar hafa þó haldið áfram. Það er mikill munur á ummælum ráðamanna og hershöfðingja í Íran. Hassan Rouhani, forseti Íran, sagt að það yrði Bandaríkjunum verulega hættulegt að gera „önnur mistök“. Annars hefur hann gefið í skyn að Íran hafi ekki áhuga á frekari átökum. Auk yfirlýsinga Hajizadeh, sem nefndar eru hér að ofan, hafa aðrir hershöfðingjar verið mjög vígreifir en þeim yfirlýsingum virðist að miklu verið beint til íbúa Íran í áróðursskyni. Abdollah Araghi, meðlimur hershöfðingjaráðs Íran, sagði að byltingarverðirnir myndu hefna sín á Bandaríkjunum í framtíðinni og þær aðgerðir yrðu alvarlegar. Annar hershöfðingi sagði í samtali við fjölmiðla í Íran að eldflaugaárásirnar væru bara ein birtingarmynd hefndar Íran. „Við sendum tugi eldflauga beint í hjarta herstöðva þeirra í Írak og þeir gátu ekkert gert við því,“ sagði hann samkvæmt AP fréttaveitunni. Sagði Soleimani hafa blóð hermanna á höndum sínum Hershöfðingjar Bandaríkjanna segja Soleimani hafa um árabil herjað á Bandaríkin og bandamenn þeirra í Mið-Austurlöndum. Hann hafi borið ábyrgð á dauða bandarískra hermanna allt frá 2003 þegar Bandaríkin gerðu innrás í Írak. Hann hafi hjálpað skæruliðum þar í landi að smíða sprengjur sem notaðar voru gegn bandarískum hermönnum. Trump sagði í gær að hendur Solemani hafi verið „baðaðar í blóði“ bandarískra hermanna. Þá hafa Trump-liðar sagt að Soleimani hafi verið að undirbúa frekari árásir á bandaríska hermenn og embættismenn. Ríkisstjórn Trump hefur þó ekki gengið vel að réttlæta árásina á Soleimani fyrir þingmönnum heima fyrir. Embættismenn kynntu málið fyrir öldungadeildarþingmönnum í gær og eftir kynninguna sögðust Demókratar ekki hafa séð réttlætingu. Repúblikanar, eða flestir þeirra, sögðu árásina réttlætanlega og að skiljanlegt væri að ekki væri hægt að opinbera allar upplýsingar sem að henni snúa. Mike Lee, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, sagði þó eftir fundinn að þetta hefði líklega verið versti slíki fundur sem hann hafi nokkurn tímann farið á. Hann sagði skilaboðin frá ríkisstjórninni einfaldlega felast í því að þingmenn ættu að „vera góðir strákar og stelpur og hætta að draga réttmæti árásanna í efa á almannafæri“. Lee sagði það vera „galið“. Alsír Donald Trump Írak Íran Tengdar fréttir Trump tilkynnti um nýjar þvinganir gegn Íran en ekki frekari árásir Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að nýjar viðskiptaþvinganir yrðu lagðar á Írana vegna eldflaugaárása þeirra á bandarískar herstöðvar í Írak í nótt. Enginn fórst í árásunum. 8. janúar 2020 18:30 Telja árásunum ekki ætlað að valda manntjóni Margir forsvarsmanna herafla Bandaríkjanna telja að Íranir hafi passað sig að valda ekki manntjóni í árásum þeirra á tvær herstöðvar í Írak í nótt. 8. janúar 2020 13:45 Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak Íranir hafa skotið eldflaugum á herstöð Bandaríkjanna, Al-Asad, í vesturhluta Írak. 8. janúar 2020 00:30 Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Sjá meira
Forsvarsmenn herafla Íran segjast geta skotið hundruðum eldflauga til viðbótar við þær þrettán sem skotið var frá Íran á herstöðvar í Írak á aðfaranótt miðvikudags. Hershöfðinginn Amir Ali Hajizadeh, sem leiðir eldflaugasveitir Íran, sagði ríkið einnig hafa beitt tölvuárásum gegn sveitum Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum, samhliða eldflaugaárásunum. Hajizadeh var í viðtali við ríkissjónvarp Íran og hélt hann því fram þar að tugir bandarískra hermanna hefðu fallið og særst í árásunum. Það er ekki rétt, þar sem Bandaríkin, Írak og önnur ríki með hermenn á svæðinu segja enga hafa fallið. Árásir Írana voru gerðar vegna þess að Bandaríkin felldu hershöfðingjann Qasem Soleimani í loftárás í Írak á fimmtudaginn í síðustu viku. Sá stýrði Quds-sveitum íranska byltingarvarða og var einn valdamesti maður landsins. Sú aðgerð var svar við árás sveita hliðhollra Íran á bandaríska sendiráðið í Bagdad, sem var svar við loftárásum Bandaríkjanna við á þær sveitir, sem voru svar við eldflaugaárásum þeirra sveita á herstöðvar þar sem bandarískir hermenn halda til. Rætur þessarar auknu spennu má að miklu leyti rekja til þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, dró Bandaríkin frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. Það var gert á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Íran. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Íran að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Trump rifti því og beitti Íran umfangsmiklum refsiaðgerðum og þvingunum með því markmiði að þvinga forsvarsmenn Íran til að setjast aftur við samningaborðið og semja á nýjan leik. Þessar aðgerðir höfðu veruleg áhrif á efnahag Íran og lýstu Íranar þeim sem „efnahagslegum hernaði“. Stigu frá brúninni Trump sagði í kjölfar árásanna að hann ætlaði sér ekki að gera frekari árásir á Íran. Hins vegar yrðu lagðar nýjar viðskiptaþvinganir á Íran, ofan á þær sem þegar eru til staðar og hafa komið verulega niður á efnahagi landsins. Svo virðist sem báðir aðilar hafi ákveðið að taka skref aftur á bak í deilum þeirra en hótanirnar hafa þó haldið áfram. Það er mikill munur á ummælum ráðamanna og hershöfðingja í Íran. Hassan Rouhani, forseti Íran, sagt að það yrði Bandaríkjunum verulega hættulegt að gera „önnur mistök“. Annars hefur hann gefið í skyn að Íran hafi ekki áhuga á frekari átökum. Auk yfirlýsinga Hajizadeh, sem nefndar eru hér að ofan, hafa aðrir hershöfðingjar verið mjög vígreifir en þeim yfirlýsingum virðist að miklu verið beint til íbúa Íran í áróðursskyni. Abdollah Araghi, meðlimur hershöfðingjaráðs Íran, sagði að byltingarverðirnir myndu hefna sín á Bandaríkjunum í framtíðinni og þær aðgerðir yrðu alvarlegar. Annar hershöfðingi sagði í samtali við fjölmiðla í Íran að eldflaugaárásirnar væru bara ein birtingarmynd hefndar Íran. „Við sendum tugi eldflauga beint í hjarta herstöðva þeirra í Írak og þeir gátu ekkert gert við því,“ sagði hann samkvæmt AP fréttaveitunni. Sagði Soleimani hafa blóð hermanna á höndum sínum Hershöfðingjar Bandaríkjanna segja Soleimani hafa um árabil herjað á Bandaríkin og bandamenn þeirra í Mið-Austurlöndum. Hann hafi borið ábyrgð á dauða bandarískra hermanna allt frá 2003 þegar Bandaríkin gerðu innrás í Írak. Hann hafi hjálpað skæruliðum þar í landi að smíða sprengjur sem notaðar voru gegn bandarískum hermönnum. Trump sagði í gær að hendur Solemani hafi verið „baðaðar í blóði“ bandarískra hermanna. Þá hafa Trump-liðar sagt að Soleimani hafi verið að undirbúa frekari árásir á bandaríska hermenn og embættismenn. Ríkisstjórn Trump hefur þó ekki gengið vel að réttlæta árásina á Soleimani fyrir þingmönnum heima fyrir. Embættismenn kynntu málið fyrir öldungadeildarþingmönnum í gær og eftir kynninguna sögðust Demókratar ekki hafa séð réttlætingu. Repúblikanar, eða flestir þeirra, sögðu árásina réttlætanlega og að skiljanlegt væri að ekki væri hægt að opinbera allar upplýsingar sem að henni snúa. Mike Lee, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, sagði þó eftir fundinn að þetta hefði líklega verið versti slíki fundur sem hann hafi nokkurn tímann farið á. Hann sagði skilaboðin frá ríkisstjórninni einfaldlega felast í því að þingmenn ættu að „vera góðir strákar og stelpur og hætta að draga réttmæti árásanna í efa á almannafæri“. Lee sagði það vera „galið“.
Alsír Donald Trump Írak Íran Tengdar fréttir Trump tilkynnti um nýjar þvinganir gegn Íran en ekki frekari árásir Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að nýjar viðskiptaþvinganir yrðu lagðar á Írana vegna eldflaugaárása þeirra á bandarískar herstöðvar í Írak í nótt. Enginn fórst í árásunum. 8. janúar 2020 18:30 Telja árásunum ekki ætlað að valda manntjóni Margir forsvarsmanna herafla Bandaríkjanna telja að Íranir hafi passað sig að valda ekki manntjóni í árásum þeirra á tvær herstöðvar í Írak í nótt. 8. janúar 2020 13:45 Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak Íranir hafa skotið eldflaugum á herstöð Bandaríkjanna, Al-Asad, í vesturhluta Írak. 8. janúar 2020 00:30 Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Sjá meira
Trump tilkynnti um nýjar þvinganir gegn Íran en ekki frekari árásir Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að nýjar viðskiptaþvinganir yrðu lagðar á Írana vegna eldflaugaárása þeirra á bandarískar herstöðvar í Írak í nótt. Enginn fórst í árásunum. 8. janúar 2020 18:30
Telja árásunum ekki ætlað að valda manntjóni Margir forsvarsmanna herafla Bandaríkjanna telja að Íranir hafi passað sig að valda ekki manntjóni í árásum þeirra á tvær herstöðvar í Írak í nótt. 8. janúar 2020 13:45
Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak Íranir hafa skotið eldflaugum á herstöð Bandaríkjanna, Al-Asad, í vesturhluta Írak. 8. janúar 2020 00:30
Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09