Áskorun frá KSÍ: Allt samfélagið horfir til okkar og fylgist með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2020 08:45 Íslandsmótið í knattspyrnu hefst á ný í kvöld og Beitir Ólafsson og félagar í KR mæta þá FH. Vísir/Daníel Þór Knattspyrnusamband Íslands fékk í gær formlega staðfestingu frá ÍSÍ og heilbrigðisyfirvöldum um það, að ný reglugerð KSÍ um framkvæmd æfinga og leikja, fylgi öllum kröfum um nauðsynlegar sóttvarnir. KSÍ segir frá þessu á heimasíðu sinni en leikir á Íslandsmótinu í knattspyrnu geta því hafist að nýju samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá sem birt hefur verið á vef KSÍ. KSÍ tókst að fá grænt ljós frá heilbrigðisyfirvöldum eftir að sambandið útbjó mjög ítarlega og mun harðari sóttvarnarreglur en áður voru við lýði. Markmið reglnanna er að tryggja að umgjörð leikja og æfinga í knattspyrnu sé með þeim hætti að hægt sé að halda áfram að leika knattspyrnu á Íslandi þrátt fyrir að COVID-19 sé enn við lýði í íslensku samfélagi og útlit fyrir að svo kunni að verða áfram næstu misseri. Reglur KSÍ um sóttvarnir hafa verið staðfestar - Knattspyrnusamband Íslands https://t.co/EfOnOZ8QBa— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 13, 2020 Öll félög þurfa meðal annars að fylla út sérstakt eyðublað em allra fyrst og senda til KSÍ á covid19@ksi.is. Einnig er þarna að finna gátlista fyrir sóttvarnarfulltrúa og reglugerð þá sem stjórn KSÍ staðfesti fyrr í dag. „Töluverður fjöldi spurninga hefur borist KSÍ undanfarna daga. Meðal efnis hér á vefnum verða helstu spurningar og svör þar sem allar spurningarnar eru birtar ásamt svörum við þeim. Allir sem hafa spurningar ættu að leita fyrst að svörum hér á vefnum og ef spurningunni hefur ekki þegar verið svarað þá er um að gera að senda frekari fyrirspurnir til KSÍ á netfangið covid19@ksi.is,“ segir í fréttinni á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands. Þar kemur einnig fram áskorun á alla sem lifa í íslenska knattspyrnuheiminum á tímum kórónuveirunnar. „Allir hagsmunaaðilar; leikmenn, forráðamenn félaga, starfsmenn félaga og mannvirkja, dómarar, fjölmiðlar og allt áhugafólk um knattspyrnu, þurfa nú að snúa bökum saman og sýna að við erum traustsins verð,“ segir í áskorun KSÍ. Þar kemur líka fram að ábyrgðin er mikil hjá íslensku knattspyrnufjölskyldunni. „Við skulum ekki efast um það eina einustu mínútu að samfélagið allt horfir til okkar og fylgist með því hvernig tekst til að framfylgja þessum reglum. Með sameiginlegu átaki allra hagsmunaaðila getum við tryggt að hægt sé að stunda knattspyrnu áfram þó að takmarkanir séu miklar,“ segir í fréttinni á KSÍ. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands fékk í gær formlega staðfestingu frá ÍSÍ og heilbrigðisyfirvöldum um það, að ný reglugerð KSÍ um framkvæmd æfinga og leikja, fylgi öllum kröfum um nauðsynlegar sóttvarnir. KSÍ segir frá þessu á heimasíðu sinni en leikir á Íslandsmótinu í knattspyrnu geta því hafist að nýju samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá sem birt hefur verið á vef KSÍ. KSÍ tókst að fá grænt ljós frá heilbrigðisyfirvöldum eftir að sambandið útbjó mjög ítarlega og mun harðari sóttvarnarreglur en áður voru við lýði. Markmið reglnanna er að tryggja að umgjörð leikja og æfinga í knattspyrnu sé með þeim hætti að hægt sé að halda áfram að leika knattspyrnu á Íslandi þrátt fyrir að COVID-19 sé enn við lýði í íslensku samfélagi og útlit fyrir að svo kunni að verða áfram næstu misseri. Reglur KSÍ um sóttvarnir hafa verið staðfestar - Knattspyrnusamband Íslands https://t.co/EfOnOZ8QBa— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 13, 2020 Öll félög þurfa meðal annars að fylla út sérstakt eyðublað em allra fyrst og senda til KSÍ á covid19@ksi.is. Einnig er þarna að finna gátlista fyrir sóttvarnarfulltrúa og reglugerð þá sem stjórn KSÍ staðfesti fyrr í dag. „Töluverður fjöldi spurninga hefur borist KSÍ undanfarna daga. Meðal efnis hér á vefnum verða helstu spurningar og svör þar sem allar spurningarnar eru birtar ásamt svörum við þeim. Allir sem hafa spurningar ættu að leita fyrst að svörum hér á vefnum og ef spurningunni hefur ekki þegar verið svarað þá er um að gera að senda frekari fyrirspurnir til KSÍ á netfangið covid19@ksi.is,“ segir í fréttinni á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands. Þar kemur einnig fram áskorun á alla sem lifa í íslenska knattspyrnuheiminum á tímum kórónuveirunnar. „Allir hagsmunaaðilar; leikmenn, forráðamenn félaga, starfsmenn félaga og mannvirkja, dómarar, fjölmiðlar og allt áhugafólk um knattspyrnu, þurfa nú að snúa bökum saman og sýna að við erum traustsins verð,“ segir í áskorun KSÍ. Þar kemur líka fram að ábyrgðin er mikil hjá íslensku knattspyrnufjölskyldunni. „Við skulum ekki efast um það eina einustu mínútu að samfélagið allt horfir til okkar og fylgist með því hvernig tekst til að framfylgja þessum reglum. Með sameiginlegu átaki allra hagsmunaaðila getum við tryggt að hægt sé að stunda knattspyrnu áfram þó að takmarkanir séu miklar,“ segir í fréttinni á KSÍ.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira