Veður

Gul viðvörun víða á landinu

Atli Ísleifsson skrifar
Spáð er suðvestan hvassviðri eða stormi þar sem vindhraði mun víða geta farið upp í 35 til 40 metra á sekúndu.
Spáð er suðvestan hvassviðri eða stormi þar sem vindhraði mun víða geta farið upp í 35 til 40 metra á sekúndu. Veðurstofan

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun víða um land, en spáð er miklu hvassviðri í kvöld og í nótt og sums staðar fram á föstudag.

Viðvörunin nær yfir Breiðafjörð, Vestfirði, Standir og Norðurland vestra, Norðurland eystra og svo Suðausturland.

Spáð er suðvestan hvassviðri eða stormi þar sem vindhraði mun víða geta farið upp í 35 til 40 metra á sekúndu. Verður veðrið varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.

Gular viðvaranir:

  • Breiðafjörður: 12. ágúst kl. 16:00 – 13. ágúst. kl. 16:00
  • Vestfirðir: 12. ágúst. kl. 18:00 – 13. ágúst. kl. 23:00
  • Strandir og Norðurland vestra: 12. ágúst. kl. 21:00 – 14. ágúst. kl. 12:00
  • Norðurland eystra: 13. ágúst. kl. 03:00 – 14. ágúst. kl. 06:00
  • Suðausturland: 13. ágúst kl. 06:00 – 14. ágúst. kl. 06:00

Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×