Veður

Gul viðvörun víða á landinu

Atli Ísleifsson skrifar
Spáð er suðvestan hvassviðri eða stormi þar sem vindhraði mun víða geta farið upp í 35 til 40 metra á sekúndu.
Spáð er suðvestan hvassviðri eða stormi þar sem vindhraði mun víða geta farið upp í 35 til 40 metra á sekúndu. Veðurstofan

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun víða um land, en spáð er miklu hvassviðri í kvöld og í nótt og sums staðar fram á föstudag.

Viðvörunin nær yfir Breiðafjörð, Vestfirði, Standir og Norðurland vestra, Norðurland eystra og svo Suðausturland.

Spáð er suðvestan hvassviðri eða stormi þar sem vindhraði mun víða geta farið upp í 35 til 40 metra á sekúndu. Verður veðrið varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.

Gular viðvaranir:

  • Breiðafjörður: 12. ágúst kl. 16:00 – 13. ágúst. kl. 16:00
  • Vestfirðir: 12. ágúst. kl. 18:00 – 13. ágúst. kl. 23:00
  • Strandir og Norðurland vestra: 12. ágúst. kl. 21:00 – 14. ágúst. kl. 12:00
  • Norðurland eystra: 13. ágúst. kl. 03:00 – 14. ágúst. kl. 06:00
  • Suðausturland: 13. ágúst kl. 06:00 – 14. ágúst. kl. 06:00

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.