Innlent

Hvassviðri á Snæfellsnesi í kvöld

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Það gæti orðið nokkuð hvasst á norðanverðu Snæfellsnesi í kvöld.
Það gæti orðið nokkuð hvasst á norðanverðu Snæfellsnesi í kvöld. Vísir/Vilhelm

Björtu veðri er spáð í dag með frekar hægri vestlægri átt en dálitlum skúrum á Norðausturlandi. Hiti á bilinu 10-15 stig, en allt að 18 stig á Suðaustur- og Austurlandi. Hæg vaxandi sunnanátt síðdegis, allt að 10-15 m/s í kvöld.

Rigna fer um vestanvert landið en heldur hvassara verður á norðanverðu Snæfellsnesi, vindhviður geta náð upp í allt að 30 m/s sem getur verið talsvert varasamt.

Á morgun er spá sunnan og suðvestanátt, um 10-18 m/s og verður hvassast norðantil. Vindhviður gætu farið yfir 25 m/s á þeim slóðum. Þá verður talsverð rigning, ef spár ganga eftir, á vestanverðu landinu og hiti á bilinu 10-15 stig. Úrkomulítið norðaustan- og austanlands og hlýtt. Þar nær hiti líklega allt að 25 stigum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×