Íslenski boltinn

Valsmenn sendu KSÍ súkkulaðiköku

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, með kökuna frá Val.
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, með kökuna frá Val. Mynd/KSÍ

Íslensk félög fagna því að Íslandsmótið í fótbolta sé að fara aftur af stað og eru um leið þakklát mikilli vinnu sem Knattspyrnusamband Íslands hefur lagt að hendi til að ná því í gegn.

Knattspyrnusamband Íslands hefur unnið mikið starf í samvinnu við Sóttvarnaryfirvöld á Íslandi til að finna leiðir svo að fótboltaleikir geti farið fram á ný.

Í gær staðfesti Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, að hann ætlaði að mæla með því við heilbrigðisráðherra að leyfa fótboltaleiki á ný svo framarlega að farið verði eftir mun strangari sóttvarnarreglum.

KSÍ hefur sett saman nýjar sóttvarnarreglur sem félög verða að fara eftir þegar fótboltinn byrjar á nýjan leik í vikulokin.

Valur vildi sýna KSÍ þakklæti sitt fyrir sinn þátt í endurkomu fótboltans og Valsmenn sendu KSÍ súkkulaðiköku frá Bakarameistaranum í dag.

KSÍ sagði frá þessu á Twitter síðu sinni í dag og þar má sjá framkvæmdastjórann Klöru Bjartmarz sýna gjöfina frá Val. Á henni var auðvitað Valsmerkið en þar var líka skrifað: Vel gert.

Starfsmenn á skrifstofu KSÍ hafa því örugglega ekki kvartað yfir því sem var í boði í kaffitímanum í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.