Íslenski boltinn

Kvennalið KR aftur í sóttkví

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Meistaravellir þeirra KR-inga.
Meistaravellir þeirra KR-inga.

Kvennalið KR í fótbolta er komið í sóttkví eftir að leikmaður liðsins greindist með kórónuveiruna.

Þetta staðfesti Jóhannes Karl Sigsteinsson, þjálfari KR, í samtali við Vísi í dag. Að hans sögn verður meirihluti KR-liðsins í sóttkví til 13. ágúst. 

Aðrir leikmenn, þeir sem hafa verið í mestum samskiptum við smitaða einstaklinginn, þurfa að vera lengur í sóttkví. 

Þetta er í annað sinn í sumar sem kvennalið KR þarf að fara í sóttkví. Það gerðist einnig eftir leik gegn Breiðabliki í Pepsi Max-deild kvenna. Þá þurfti að fresta tveimur deildarleikjum en KR er búið að spila annan þeirra.

KR er í níunda og næstneðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar með sjö stig eftir sjö leiki.

Í dag var ljóst að öllum leikjum í meistaraflokki og 2. og 3. flokki karla og kvenna yrði frestað til og með 13. ágúst eftir að heilbrigðisráðuneytið hafnaði undanþágubeiðni KSÍ.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.