Enski boltinn

Timbraður fyrir­liðinn segir liðið hafa fengið sér vel í tánna og sungið karíókí eftir að úr­vals­deildar­sætið var tryggt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bikarinn, fyrir 3. sætið í ensku B-deildinni, fer á loft.
Bikarinn, fyrir 3. sætið í ensku B-deildinni, fer á loft. vísir/getty

Tom Cairney, fyrirliði Fulham, segir að liðið hafi skemmt sér vel eftir að þeir tryggðu sér sæti í úrvalsdeildinni með 2-0 sigri á Brentford.

Leikurinn á þriðjudagskvöldið fór alla leið í framlengingu en tvö mörk frá Joe Bryan tryggði Fulham úrvalsdeildarsæti á næstu leiktíð.

Það var þreyttur Cairney sem var gripinn í viðtal af Sky Sports fyrir utan hótelið, morguninn eftir að sætið var tryggt.

„Hvað er klukkan? Ég er smá timbraður og þreyttur en ég er svo stoltur. Stoltur af strákunum, stoltur af liðinu og ánægður fyrir hönd þjálfarans og starfsliðsins. Það er frábært að komast aftur upp í fyrstu tilraun,“ sagði Carney.

„Þetta var mjög rólegt,“ sagði Carney er hann var aðspurður út í fagnaðarlætin kvöldið áður og hló. „Nei, það var karíókí og mikið af bjór og kampavíní.“

„Það var svo gaman að fagna með öllum. Þetta hefur verið erfitt ár af mörgum ástðum svo að gera þetta var magnað og við notum þess í botn,“ sem sagði svo frá því hvað hann söng.

„Ég varð að taka smá Westlife. Þetta var ekki það besta en ég reyndi,“ sagði Carney og glotti við tönn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.