Sérfræðingar efast um tilganginn með því að loka Danmörku Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2020 07:57 Danskir landamæraverðir hafa vísað hundruð manns frá landamærunum að Þýskalandi frá því að ferðabannið tók gildi á hádegi að dönskum tíma í gær. Vísir/EPA Ekki liggur fyrir á hvaða ráðleggingum dönsk stjórnvöld byggðu ákvörðun sína um að loka landamærum sínum fyrir útlendingum vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sérfræðingar í faraldsfræði telja að lokun landamæranna hafi nær enga þýðingu til að hefta útbreiðsluna í Danmörku þar sem svo stór hluti þjóðarinnar er þegar smitaður. Farbann danskra stjórnvalda tók gildi á hádegi í gær. Þá var landamærunum lokað fyrir þeim sem ekki höfðu gilda ástæðu til að koma til landsins. Danskir ríkisborgarar og þeir sem vinna eða búa í Danmörku voru undanskildir banninu. Danska blaðið Politiken segir ekki ljóst að ráðum hvers ríkisstjórnin ákvað að grípa til farbanns. Mette Frederiksen, forsætisráðherra, vísaði til þess að ferðalög til Danmerkur gæti aukið líkur á áframhaldandi smitum í landinu og grafið undan aðgerðum ríkisstjórnarinnar og yfirvalda til að hefta útbreiðsluna. Else Smith, fyrrverandi forstöðumaður Heilbrigðisstofnunar Danmerkur, er á meðal þeirra sem telja að farbannið sé marklaust. „Ég hef aldrei talið að það gæti hjálpað eftir að smitið hefur borist hingað. Það er erfitt að skilja svo ofsafengin viðbrögð,“ segir Smith um farbannið. Landamæri Danmerkur verða að miklu leyti lokuð til 13. apríl.Vísir/EPA Smitaðir gætu verið 5-20 sinnum fleiri en opinberar tölur segja Þannig séu líklega mun fleiri smitaðir í Danmörku en opinberar tölur segja til um. Aðeins séu tekin sýni úr þeim allra veikustu. Lone Simonsen, prófessor í faraldsfræði við Háskólann í Hróarskeldu, telur að raunverulegur fjöldi smitaðra sé á bilinu fimm- til tuttugufalt hærri en opinberar tölur gefa til kynna, um það bil 5.000 til 20.000 manns. „Covid-19 dreifist hér um landið. Svo svarið við spurningunni um hvort það hjálpi eða hægi á faraldrinum að loka landamærunum er nei. Þetta er eins og dropi í vatnsglasi þannig að það getur ekki verið ástæða þess að ríkisstjórnin gerir þetta,“ segir Simonsen. Farbann af þessu tagi hefði mögulega getað hjálpað á fyrri stigum faraldursins þegar veiran var ekki orðin svo útbreidd, að mati Jens Lundgren frá Kaupmannahafnarháskóla. Danmörk sé hins vegar nú það land sem er með eitt hæsta hlutfall smitaðra í heiminum. Norðmenn hafa einnig gripið til umfangsmikilla ferðatakmarkana vegna faraldursins en Svíar ekki. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, sagðist telja að farbannið í Danmörku sé „algerlega tilgangslaust“ við Aftonbladet á föstudag. Bann Bandaríkjastjórnar við ferðalögum frá Evrópu tók gildi á aðfaranótt laugardags. Nokkur ríki tilkynntu um strangar ferðatakmarkanir í gær, þar á meðal Frakkland og Spánn þar sem veiran hefur breiðst hratt út undanfarna daga. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóraembættinu, var spurður út í hvort að íslensk yfirvöld hefðu íhugað ferðabann eins og Danir á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins í gær. Hann sagði að afstaða yfirvalda til þess hefði ekki breyst. Hvorki hann né Alma Möller, landlæknir, vildu dæma viðbrögð ríkja sem hefðu gripið til þess að loka landamærum sínum. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Noregur Tengdar fréttir Norðmenn loka landamærunum Norsk stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að loka flugvöllum og höfnum í landinu til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar. 14. mars 2020 18:53 Kastrup nánast tómur áður en landamærunum verður skellt í lás Strangar ferðatakmarkanir taka gildi í Danmörku klukkan ellefu að íslenskum tíma. Danir hafa meðal annars brugðist við landamæralokuninni með því að streyma í landamæraverslun við Þýskaland til að hamstra bjór og sódavatn. 14. mars 2020 08:04 Danir loka landinu Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 18:21 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Ekki liggur fyrir á hvaða ráðleggingum dönsk stjórnvöld byggðu ákvörðun sína um að loka landamærum sínum fyrir útlendingum vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sérfræðingar í faraldsfræði telja að lokun landamæranna hafi nær enga þýðingu til að hefta útbreiðsluna í Danmörku þar sem svo stór hluti þjóðarinnar er þegar smitaður. Farbann danskra stjórnvalda tók gildi á hádegi í gær. Þá var landamærunum lokað fyrir þeim sem ekki höfðu gilda ástæðu til að koma til landsins. Danskir ríkisborgarar og þeir sem vinna eða búa í Danmörku voru undanskildir banninu. Danska blaðið Politiken segir ekki ljóst að ráðum hvers ríkisstjórnin ákvað að grípa til farbanns. Mette Frederiksen, forsætisráðherra, vísaði til þess að ferðalög til Danmerkur gæti aukið líkur á áframhaldandi smitum í landinu og grafið undan aðgerðum ríkisstjórnarinnar og yfirvalda til að hefta útbreiðsluna. Else Smith, fyrrverandi forstöðumaður Heilbrigðisstofnunar Danmerkur, er á meðal þeirra sem telja að farbannið sé marklaust. „Ég hef aldrei talið að það gæti hjálpað eftir að smitið hefur borist hingað. Það er erfitt að skilja svo ofsafengin viðbrögð,“ segir Smith um farbannið. Landamæri Danmerkur verða að miklu leyti lokuð til 13. apríl.Vísir/EPA Smitaðir gætu verið 5-20 sinnum fleiri en opinberar tölur segja Þannig séu líklega mun fleiri smitaðir í Danmörku en opinberar tölur segja til um. Aðeins séu tekin sýni úr þeim allra veikustu. Lone Simonsen, prófessor í faraldsfræði við Háskólann í Hróarskeldu, telur að raunverulegur fjöldi smitaðra sé á bilinu fimm- til tuttugufalt hærri en opinberar tölur gefa til kynna, um það bil 5.000 til 20.000 manns. „Covid-19 dreifist hér um landið. Svo svarið við spurningunni um hvort það hjálpi eða hægi á faraldrinum að loka landamærunum er nei. Þetta er eins og dropi í vatnsglasi þannig að það getur ekki verið ástæða þess að ríkisstjórnin gerir þetta,“ segir Simonsen. Farbann af þessu tagi hefði mögulega getað hjálpað á fyrri stigum faraldursins þegar veiran var ekki orðin svo útbreidd, að mati Jens Lundgren frá Kaupmannahafnarháskóla. Danmörk sé hins vegar nú það land sem er með eitt hæsta hlutfall smitaðra í heiminum. Norðmenn hafa einnig gripið til umfangsmikilla ferðatakmarkana vegna faraldursins en Svíar ekki. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, sagðist telja að farbannið í Danmörku sé „algerlega tilgangslaust“ við Aftonbladet á föstudag. Bann Bandaríkjastjórnar við ferðalögum frá Evrópu tók gildi á aðfaranótt laugardags. Nokkur ríki tilkynntu um strangar ferðatakmarkanir í gær, þar á meðal Frakkland og Spánn þar sem veiran hefur breiðst hratt út undanfarna daga. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóraembættinu, var spurður út í hvort að íslensk yfirvöld hefðu íhugað ferðabann eins og Danir á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins í gær. Hann sagði að afstaða yfirvalda til þess hefði ekki breyst. Hvorki hann né Alma Möller, landlæknir, vildu dæma viðbrögð ríkja sem hefðu gripið til þess að loka landamærum sínum.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Noregur Tengdar fréttir Norðmenn loka landamærunum Norsk stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að loka flugvöllum og höfnum í landinu til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar. 14. mars 2020 18:53 Kastrup nánast tómur áður en landamærunum verður skellt í lás Strangar ferðatakmarkanir taka gildi í Danmörku klukkan ellefu að íslenskum tíma. Danir hafa meðal annars brugðist við landamæralokuninni með því að streyma í landamæraverslun við Þýskaland til að hamstra bjór og sódavatn. 14. mars 2020 08:04 Danir loka landinu Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 18:21 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Norðmenn loka landamærunum Norsk stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að loka flugvöllum og höfnum í landinu til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar. 14. mars 2020 18:53
Kastrup nánast tómur áður en landamærunum verður skellt í lás Strangar ferðatakmarkanir taka gildi í Danmörku klukkan ellefu að íslenskum tíma. Danir hafa meðal annars brugðist við landamæralokuninni með því að streyma í landamæraverslun við Þýskaland til að hamstra bjór og sódavatn. 14. mars 2020 08:04
Danir loka landinu Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 18:21