Erlent

Sér­fræðingar undir stjórn WHO leita upp­runa Co­vid-19

Heimir Már Pétursson skrifar
Forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segir mikla áherslu lagða á að finna uppruna Covid19 veirunnar.
Forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segir mikla áherslu lagða á að finna uppruna Covid19 veirunnar. Mynd/ Sven Hoppe/picture alliance via Getty Images

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin leggur allt kapp á að finna uppruna kórónuveirunnar og hvernig hún smitaðist fyrst í menn. Forathugun í Wuhan í Kína er lokið og grunnur verið lagður að víðtækari rannsóknum alþjóðlegra sérfræðinga undir leiðsögn stofnnunarinnar.

Núþegar smituðum fer fjölgandi á ný íSuður Ameríku, víðs vegar um Vesturlönd eins og í norðurhluta Spánar, Rúmeníu, Búlgaríu, Þýskalandi og Belgíu, er ekki bara allt kapp lagt áað finna bóluefni, heldur einnig áað finna uppruna veirunnar.

Tedros Adhanom Ghebreyesus forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segir teymi sérfræðinga stofnunarinnar sem fór til Kína hafa skilaðsínum niðurstöðum sem leggi grunninn að frekari rannsóknum til aðfinna uppruna Covid19 veirunnar. Sérfræðingar WHO og kínverskir sérfræðingar hafi komið sér saman um hvernig staðiðverði að víðtækari rannsóknum.

„Í alþjóðateyminu sitja vísinda- og rannsóknarmenn í fremstu röð frá Kína og hvaðanæva að úr heiminum. Faraldsfræðilegar rannsóknir hefjast í Wuhan til að finna hugsanleg upptök smits á fyrstu stigum," segir Ghebreyesus.

Dr. Michael Ryan framkvæmdastjóri neyðaráætlunar WHO segir nauðsynlegt að finna hvar og hvernig það gerðist að kórónuveiran fór úr dýrum í menn.Mynd/Tobias Hase/picture alliance via Getty Images

Dr. Michael Ryan framkvæmdastjóri neyðaráætlunar stofnunarinnar segir kínverska sérfræðinga hafa veitt aðgang að frumrannsóknum þeirra til að mynda í kringum fiskmarkað í Wuhan.

„Það eru gloppur í faraldsfræðilega þættinum og við þurfum að gera afar víðtæka og afturvirka faraldsfræðilega rannsókn á fyrstu tilfellunum og veiruklösunum í Wuhan og að skilja til fullnustu tengslin milli þessara fyrstu tilfella til að ákvarða á hvaða tímapunkti, í Wuhan og annars staðar, tegundatálminn milli manna og dýra var rofinn," segir Dr. Ryan.

Fara verði í gegnum gögn um fyrstu hópana sem smituðustu og rekja sig skipulega fráþeim að fyrstu merkjum þess þegar veiran flutti sig fyrst frádýrum í menn.

„Þegar vitað er hvar tálminn var rofinn er hægt að hefja rannsókn með kerfisbundnum hætti hjá dýrumog þá verður auðveldara að vinna út frá því," segir Dr. Michael Ryan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.