Gunnhildur rætt við nokkur félög Anton Ingi Leifsson skrifar 2. ágúst 2020 19:01 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er þaulreynd landsliðskona. vísir/skjáskot Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir vill komast til Evrópu á láni til þess að spila fótbolta en hefur ekki ákveðið sig hvort að það verður að spila hér á Íslandi eða annars staðar í Evrópu. Gunnhildur Yrsa er samningsbundin Utah Royals í Bandaríkjunum en tímabilinu þar er lokið eftir að Utah datt út eftir vítaspyrnukeppni. Gunnhildur Yrsa hefur undanfarið verið orðuð við bæði uppeldisfélag sitt, Stjörnuna, sem og Val en hún segir að hún ætli sér að komast til Evrópu til þess að vera í sem bestu formi fyrir landsleikina í haust. „Ég er komin heim tímabundið. Það eru landsleikir í september, október og nóvember og fyrir mér er það númer eitt. Ég mun gera hvað sem er, sem er best fyrir landsliðið í augnablikinu,“ sagði Gunnhildur Yrsa. „Ég veit að ég þarf að spila í Evrópu ef ég ætla að spila með landsliðinu í haust. Það er mikilvægt að ég haldi mér í leikformi. Ég þarf að ná leikjum og það er ekkert víst að það verði leikir úti.“ „Bandaríkin eru búin að loka og það er engin að hleypa bandarískum flugum inn þá er mjög erfitt fyrir mig að vera úti og koma heim í landsleiki. Þá þyrfti ég að vera í sóttkví, spila leiki og fara aftur til baka í sóttkví.“ „Akkúrat núna er það mjög óhentugt fyrir mig. Ef ég fer eitthvað þá er það á láni og svo fer ég aftur til Bandaríkjanna.“ Gunnhildur ásamt skoskum liðsfélaga hafa fengið undanþágu hjá Utah til þess að finna sér nýtt lið og fara á láni vegna þess að bæði Ísland og Skotland eiga mikilvæga leiki í undankeppninni í haust. „Ég er með smá undanþágu því ég er í landsliðinu og við eigum undankeppnina í haust. Við erum tvær; ég og ein frá Skotlandi sem eru í þessum aðstæðum.“ „Þau eru að gera undanþágu út af því. Þau gera sér grein fyrir að það verður ekkert auðvelt að ferðast á milli landa og komast í þessa leiki.“ „Öll hin landsliðin eru bara með æfingaleiki ef þau verða með leiki svo það er aðeins öðruvísi fyrir mig. Það tók smá tíma en þau eru skilningsrík og skilja mig í þessu. Þau vita að landsliðið er númer eitt.“ Hún segist vera búin að ræða við nokkur félög en segir að ákvörðunin hvar hún muni spila í haust ekki enn liggja fyrir. „Ég er búin að tala við nokkur félög. Ég vissi að ég þyrfti smá tíma. Það hefur verið mikið álag að vera þarna úti en ég fór hringinn í kringum Ísland og hef tekið smá tíma í að hugsa þetta. Ég hef enn ekki ákveðið mig svo þetta kemur í ljós,“ sagði Gunnhildur. Klippa: Sportpakkinn - Gunnhildur Yrsa Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Sportpakkinn EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Segir varnarleik Stjörnunnar afleitan og að liðið þurfi ekki nýjan framherja Leikmannamál Stjörnunnar voru til umræðu í síðasta þætti Pepsi Max markanna. Þar kom fram að liðið þurfi alls ekki nýjan framherja en að varnarleikur liðsins sé afleitur og nýr miðvörður ætti að vera númer eitt, tvö og þrjú. 1. ágúst 2020 07:00 Segir að Gunnhildur Yrsa gæti verið á leið í Garðabæinn Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er mögulega á leið til Stjörnunnar og myndi þá klára tímabilið í Pepsi Max deild kvenna með Garðbæingum. 31. júlí 2020 15:30 Gunnhildur fegin að komast til Íslands: „Vorum tvær saman í þrjá mánuði“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir getur vart beðið eftir því að komast til Íslands í frí eftir erfiða mánuði í Bandaríkjunum þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur haldið landsliðskonunni í hálfgerðri gíslingu frá því í mars. 22. júlí 2020 11:00 Gunnhildur Yrsa til Vals? - Vill komast frá Bandaríkjunum fyrir landsliðið Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, gæti mætt til leiks í Pepsi Max-deildinni í næsta mánuði eftir átta ár í atvinnumennsku. Hún vill komast frá Utah Royals til Evrópu vegna komandi landsleikja og kveðst hafa skoðað nokkra möguleika. 21. júlí 2020 16:31 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Tindastóll | Blikar geta náð átta stiga forskoti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Sjá meira
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir vill komast til Evrópu á láni til þess að spila fótbolta en hefur ekki ákveðið sig hvort að það verður að spila hér á Íslandi eða annars staðar í Evrópu. Gunnhildur Yrsa er samningsbundin Utah Royals í Bandaríkjunum en tímabilinu þar er lokið eftir að Utah datt út eftir vítaspyrnukeppni. Gunnhildur Yrsa hefur undanfarið verið orðuð við bæði uppeldisfélag sitt, Stjörnuna, sem og Val en hún segir að hún ætli sér að komast til Evrópu til þess að vera í sem bestu formi fyrir landsleikina í haust. „Ég er komin heim tímabundið. Það eru landsleikir í september, október og nóvember og fyrir mér er það númer eitt. Ég mun gera hvað sem er, sem er best fyrir landsliðið í augnablikinu,“ sagði Gunnhildur Yrsa. „Ég veit að ég þarf að spila í Evrópu ef ég ætla að spila með landsliðinu í haust. Það er mikilvægt að ég haldi mér í leikformi. Ég þarf að ná leikjum og það er ekkert víst að það verði leikir úti.“ „Bandaríkin eru búin að loka og það er engin að hleypa bandarískum flugum inn þá er mjög erfitt fyrir mig að vera úti og koma heim í landsleiki. Þá þyrfti ég að vera í sóttkví, spila leiki og fara aftur til baka í sóttkví.“ „Akkúrat núna er það mjög óhentugt fyrir mig. Ef ég fer eitthvað þá er það á láni og svo fer ég aftur til Bandaríkjanna.“ Gunnhildur ásamt skoskum liðsfélaga hafa fengið undanþágu hjá Utah til þess að finna sér nýtt lið og fara á láni vegna þess að bæði Ísland og Skotland eiga mikilvæga leiki í undankeppninni í haust. „Ég er með smá undanþágu því ég er í landsliðinu og við eigum undankeppnina í haust. Við erum tvær; ég og ein frá Skotlandi sem eru í þessum aðstæðum.“ „Þau eru að gera undanþágu út af því. Þau gera sér grein fyrir að það verður ekkert auðvelt að ferðast á milli landa og komast í þessa leiki.“ „Öll hin landsliðin eru bara með æfingaleiki ef þau verða með leiki svo það er aðeins öðruvísi fyrir mig. Það tók smá tíma en þau eru skilningsrík og skilja mig í þessu. Þau vita að landsliðið er númer eitt.“ Hún segist vera búin að ræða við nokkur félög en segir að ákvörðunin hvar hún muni spila í haust ekki enn liggja fyrir. „Ég er búin að tala við nokkur félög. Ég vissi að ég þyrfti smá tíma. Það hefur verið mikið álag að vera þarna úti en ég fór hringinn í kringum Ísland og hef tekið smá tíma í að hugsa þetta. Ég hef enn ekki ákveðið mig svo þetta kemur í ljós,“ sagði Gunnhildur. Klippa: Sportpakkinn - Gunnhildur Yrsa
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Sportpakkinn EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Segir varnarleik Stjörnunnar afleitan og að liðið þurfi ekki nýjan framherja Leikmannamál Stjörnunnar voru til umræðu í síðasta þætti Pepsi Max markanna. Þar kom fram að liðið þurfi alls ekki nýjan framherja en að varnarleikur liðsins sé afleitur og nýr miðvörður ætti að vera númer eitt, tvö og þrjú. 1. ágúst 2020 07:00 Segir að Gunnhildur Yrsa gæti verið á leið í Garðabæinn Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er mögulega á leið til Stjörnunnar og myndi þá klára tímabilið í Pepsi Max deild kvenna með Garðbæingum. 31. júlí 2020 15:30 Gunnhildur fegin að komast til Íslands: „Vorum tvær saman í þrjá mánuði“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir getur vart beðið eftir því að komast til Íslands í frí eftir erfiða mánuði í Bandaríkjunum þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur haldið landsliðskonunni í hálfgerðri gíslingu frá því í mars. 22. júlí 2020 11:00 Gunnhildur Yrsa til Vals? - Vill komast frá Bandaríkjunum fyrir landsliðið Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, gæti mætt til leiks í Pepsi Max-deildinni í næsta mánuði eftir átta ár í atvinnumennsku. Hún vill komast frá Utah Royals til Evrópu vegna komandi landsleikja og kveðst hafa skoðað nokkra möguleika. 21. júlí 2020 16:31 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Tindastóll | Blikar geta náð átta stiga forskoti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Sjá meira
Segir varnarleik Stjörnunnar afleitan og að liðið þurfi ekki nýjan framherja Leikmannamál Stjörnunnar voru til umræðu í síðasta þætti Pepsi Max markanna. Þar kom fram að liðið þurfi alls ekki nýjan framherja en að varnarleikur liðsins sé afleitur og nýr miðvörður ætti að vera númer eitt, tvö og þrjú. 1. ágúst 2020 07:00
Segir að Gunnhildur Yrsa gæti verið á leið í Garðabæinn Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er mögulega á leið til Stjörnunnar og myndi þá klára tímabilið í Pepsi Max deild kvenna með Garðbæingum. 31. júlí 2020 15:30
Gunnhildur fegin að komast til Íslands: „Vorum tvær saman í þrjá mánuði“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir getur vart beðið eftir því að komast til Íslands í frí eftir erfiða mánuði í Bandaríkjunum þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur haldið landsliðskonunni í hálfgerðri gíslingu frá því í mars. 22. júlí 2020 11:00
Gunnhildur Yrsa til Vals? - Vill komast frá Bandaríkjunum fyrir landsliðið Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, gæti mætt til leiks í Pepsi Max-deildinni í næsta mánuði eftir átta ár í atvinnumennsku. Hún vill komast frá Utah Royals til Evrópu vegna komandi landsleikja og kveðst hafa skoðað nokkra möguleika. 21. júlí 2020 16:31