Gunnhildur Yrsa til Vals? - Vill komast frá Bandaríkjunum fyrir landsliðið Sindri Sverrisson skrifar 21. júlí 2020 16:31 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir leggur mikinn metnað í að spila fyrir íslenska landsliðið og hefur spilað fyrir það 119 leiki. VÍSIR/VILHELM Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, gæti mætt til leiks í Pepsi Max-deildinni í næsta mánuði eftir átta ár í atvinnumennsku. Hún vill komast frá Bandaríkjunum til Evrópu vegna komandi landsleikja og kveðst hafa skoðað nokkra möguleika. Gunnhildur Yrsa er samningsbundinn Utah Royals út næsta ár en tímabilið í Bandaríkjunum í ár hefur verið afar óvenjulegt vegna kórónuveirufaraldursins. Í stað hefðbundins tímabils í úrvalsdeildinni hefur verið spilað hraðmót frá 27. júní. Utah féll þar úr keppni um síðustu helgi, eftir tap í vítakeppni gegn Houston Dash. Gengur ekki að ferðast frá Bandaríkjunum í landsleiki „Ef að ég fer eitthvað þá verður það á lánssamningi því ég er enn á samningi hér. En ég þarf eiginlega að koma til Evrópu ef ég ætla að spila með landsliðinu í september, október, nóvember og desember. Það gengur eiginlega ekki að ég sé þá í Bandaríkjunum, þurfi að koma til Íslands í sóttkví, ferðast í leikina og fara svo í 14 daga sóttkví þegar ég kem aftur til Bandaríkjanna. Ég er enn að sjá bestu möguleikana í þessu,“ segir Gunnhildur Yrsa í samtali við Vísi. Ísland mætir Lettlandi á Laugardalsvelli 17. september, og Svíþjóð fimm dögum síðar, þegar undankeppni EM heldur áfram. Samkvæmt heimildum Vísis hefur Gunnhildur Yrsa rætt við Íslandsmeistara Vals en hún vill sjálf ekkert gefa uppi um hvort hún sé á leið á Hlíðarenda: „Ég hef ekkert ákveðið. Ég hef alveg rætt við félagið [Utah Royals] áður [um möguleikann á að fara að láni] en það vill ekki ræða þessi mál akkúrat núna. Ég ætla bara að taka nokkurra daga frí og sjá svo hvað ég geri,“ segir Gunnhildur Yrsa. View this post on Instagram You can feel the energy. A post shared by Utah Royals FC (@utahroyalsfc) on Jun 10, 2020 at 4:06pm PDT Ósanngjarnt að láta leikmann velja félagslið fram yfir landslið Forráðamenn Utah Royals vilja helst hafa Gunnhildi til taks fari svo að annað mót verði sett af stað, og hún er ánægð hjá félaginu, en óvissa ríkir um frekara mótahald. „En þeir skilja líka hvernig þetta er með landsliðið, og held að þeir séu alveg opnir fyrir því að þótt að það verði eitthvað mót þá sé erfitt fyrir mig að velja það fram yfir landsliðið. Það er ósanngjarnt að ætlast til þess af leikmanni að velja klúbbinn yfir landsliðið, fyrir kannski nokkra leiki,“ segir Gunnhildur Yrsa. Fái hún leyfi til að fara að láni segir hún óvíst hvar hún endi: „Ég hef talað við nokkur félög á Íslandi og í Evrópu. Félagaskiptaglugginn í Evrópu opnar ekki fyrr en í ágúst svo að það er þannig séð ekkert stress. Ég er hvort sem er á leið í frí til Íslands, fer þá í sóttkví og get tekið stöðuna næstu daga.“ Gunnhildur Yrsa, sem á að baki 119 A-landsleiki, hefur leikið sem atvinnumaður frá árinu 2013 eftir að hafa unnið Íslands- og bikarmeistaratitil með Stjörnunni. Hún lék lengst af í Noregi en fór til Utah árið 2018 og hefur einnig verið að láni hjá Adelaide United í Ástralíu. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Sjá meira
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, gæti mætt til leiks í Pepsi Max-deildinni í næsta mánuði eftir átta ár í atvinnumennsku. Hún vill komast frá Bandaríkjunum til Evrópu vegna komandi landsleikja og kveðst hafa skoðað nokkra möguleika. Gunnhildur Yrsa er samningsbundinn Utah Royals út næsta ár en tímabilið í Bandaríkjunum í ár hefur verið afar óvenjulegt vegna kórónuveirufaraldursins. Í stað hefðbundins tímabils í úrvalsdeildinni hefur verið spilað hraðmót frá 27. júní. Utah féll þar úr keppni um síðustu helgi, eftir tap í vítakeppni gegn Houston Dash. Gengur ekki að ferðast frá Bandaríkjunum í landsleiki „Ef að ég fer eitthvað þá verður það á lánssamningi því ég er enn á samningi hér. En ég þarf eiginlega að koma til Evrópu ef ég ætla að spila með landsliðinu í september, október, nóvember og desember. Það gengur eiginlega ekki að ég sé þá í Bandaríkjunum, þurfi að koma til Íslands í sóttkví, ferðast í leikina og fara svo í 14 daga sóttkví þegar ég kem aftur til Bandaríkjanna. Ég er enn að sjá bestu möguleikana í þessu,“ segir Gunnhildur Yrsa í samtali við Vísi. Ísland mætir Lettlandi á Laugardalsvelli 17. september, og Svíþjóð fimm dögum síðar, þegar undankeppni EM heldur áfram. Samkvæmt heimildum Vísis hefur Gunnhildur Yrsa rætt við Íslandsmeistara Vals en hún vill sjálf ekkert gefa uppi um hvort hún sé á leið á Hlíðarenda: „Ég hef ekkert ákveðið. Ég hef alveg rætt við félagið [Utah Royals] áður [um möguleikann á að fara að láni] en það vill ekki ræða þessi mál akkúrat núna. Ég ætla bara að taka nokkurra daga frí og sjá svo hvað ég geri,“ segir Gunnhildur Yrsa. View this post on Instagram You can feel the energy. A post shared by Utah Royals FC (@utahroyalsfc) on Jun 10, 2020 at 4:06pm PDT Ósanngjarnt að láta leikmann velja félagslið fram yfir landslið Forráðamenn Utah Royals vilja helst hafa Gunnhildi til taks fari svo að annað mót verði sett af stað, og hún er ánægð hjá félaginu, en óvissa ríkir um frekara mótahald. „En þeir skilja líka hvernig þetta er með landsliðið, og held að þeir séu alveg opnir fyrir því að þótt að það verði eitthvað mót þá sé erfitt fyrir mig að velja það fram yfir landsliðið. Það er ósanngjarnt að ætlast til þess af leikmanni að velja klúbbinn yfir landsliðið, fyrir kannski nokkra leiki,“ segir Gunnhildur Yrsa. Fái hún leyfi til að fara að láni segir hún óvíst hvar hún endi: „Ég hef talað við nokkur félög á Íslandi og í Evrópu. Félagaskiptaglugginn í Evrópu opnar ekki fyrr en í ágúst svo að það er þannig séð ekkert stress. Ég er hvort sem er á leið í frí til Íslands, fer þá í sóttkví og get tekið stöðuna næstu daga.“ Gunnhildur Yrsa, sem á að baki 119 A-landsleiki, hefur leikið sem atvinnumaður frá árinu 2013 eftir að hafa unnið Íslands- og bikarmeistaratitil með Stjörnunni. Hún lék lengst af í Noregi en fór til Utah árið 2018 og hefur einnig verið að láni hjá Adelaide United í Ástralíu.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki